Íbúðaverð hefur hækkað um 4,9% á fyrstu fimm mánuðum ársins, eða sem nemur 12,2% hækkun á ársgrundvelli.
Íbúðaverð hefur hækkað um 4,9% á fyrstu fimm mánuðum ársins, eða sem nemur 12,2% hækkun á ársgrundvelli.
Íbúðaverð hefur hækkað um 4,9% á fyrstu fimm mánuðum ársins, eða sem nemur 12,2% hækkun á ársgrundvelli.
Kaupsamningar í apríl voru um 1.400 talsins og var fasteignamarkaðurinn líflegur þriðja mánuðinn í röð. Af þeim voru 229 vegna kaupa Þórkötlu á íbúðum í Grindavík.
Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu hagdeildar HMS.
Yfir 85% íbúða á höfuðborgarsvæðinu eru verðlagðar yfir 60 milljónum króna.
„Lítið framboð íbúða á undir 60 milljónum er eitt merki þess að erfitt sé fyrir fyrstu kaupendur að koma inn á húsnæðismarkaðinn. Líkt og fram kom í síðustu mánaðarskýrslu fækkaði ungum kaupendum á fyrsta ársfjórðungi þessa árs,” segir í skýrslunni.
Gögn um fasteignaauglýsingar benda til þess að umsvif á fasteignamarkaðinum hafi haldist áfram mikil í maí, því margar íbúðir voru teknar úr birtingu af auglýsingasíðum fasteigna.
Um þrjár af hverjum fjórum leigueiningum á leiguvefnum Airbnb á höfuðborgarsvæðinu eru í Reykjavík. Um 2.500 einingar voru skráðar á höfuðborgarsvæðinu í maí sem er sami fjöldi og var í boði í sama mánuði í fyrra.
Megnið af leigueiningunum á höfuðborgarsvæðinu sem eru á Airbnb eru heilar íbúðir, eða 2.200. Tæplega helmingur þeirra, eða um eitt þúsund, eru í boði lengur en 90 daga á ári. Umsvif á vefnum eru mest yfir sumarið. Í fyrra voru 3.700 leigueiningar í boði á svæðinu í júlí og ágúst á Airbnb.