Grindvískum börnum hefur þótt erfitt að byrja í nýjum skólum og þau sakna vina sinna úr bænum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu umboðsmanns barna.
Grindvískum börnum hefur þótt erfitt að byrja í nýjum skólum og þau sakna vina sinna úr bænum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu umboðsmanns barna.
Grindvískum börnum hefur þótt erfitt að byrja í nýjum skólum og þau sakna vina sinna úr bænum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu umboðsmanns barna.
Í mars boðaði umboðsmaður barna Grindvísk börn á fund í Laugardalshöll þar sem þau deildu upplifunum sínum í kringum hamfarirnar sem gengu yfir Grindavík 10. nóvember á síðast ári þegar íbúum bæjarins var gert að yfirgefa bæinn í skyndi.
Skýrslan er unnin út frá því sem fram kom í máli barnanna á fundinum.
Í inngangi skýrslunnar kemur fram að áhrif atburðanna á líf barnanna hafi verið margvísleg og að ástandið hafi haft í för með sér mikla óvissu fyrir börn og fjölskyldur þeirra.
Börnin telja mikilvægt að stórfjölskyldum verði gert kleift að vera saman en mörg börn upplifa sáran söknuð.
Fram kemur að börnin hafi upplifað blendnar tilfinningar við að byrja í nýjum skólum. Mörgum þótti gaman að eignast nýja vini en almennt söknuðu börnin grunnskólans í Grindavík sárt.
„Ég sakna skólans sem er í Grindavík,“ var haft eftir einum fundargesti en annar sagði: „Það er erfitt að byrja í nýjum skóla.“
Börnin lögðu ríka áherslu á að fundin verði langtíma lausn á skólamálum þar sem öllum börnum úr Grindavík standi til boða að vera saman.
Eftir að íbúum var gert að yfirgefa Grindavík voru settir af stað svokallaðir safnskólar þar sem grindvísk börn gátu komið saman en í apríl tók bæjarsjórn Grindavíkur ákvörðun um að loka þeim. Sú ákvörðun olli mörgum börnum vonbrigðum.
Á fundinum kom einnig fram að börnunum gengi verr að halda vinatengslum og að söknuður eftir vinum sé mikill.
Í skýrslunni segir að það hafi mikil áhrif á börnin að geta ekki hitt og umgengist vini eins og áður. Þá hafi mörg börn lýst einmanaleika að skóladegi loknum
„Ég hitti vini mína aldrei eftir skóla því þau búa svo langt í burtu,“ sagði einn fundargestur og annar talaði um að eiga enga vini.
Breytingarnar lögðust þó betur í sum börn sem lýstu því að skólahald hefði gengið vel, þeim liði vel í skólanum og að vel hefði verið tekið á móti þeim.