Gas berst til Reykjanesbæjar

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 20. júní 2024

Gas berst til Reykjanesbæjar

Gas frá eldgosinu við Sundhnúkagíga berst í dag norður og norðvestur í átt að Reykjanesbæ og Vogum.

Gas berst til Reykjanesbæjar

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 20. júní 2024

Vindáttin er suðaustanverð, 3-8 m/s.
Vindáttin er suðaustanverð, 3-8 m/s. Kort/Veðurstofa Íslands

Gas frá eldgosinu við Sundhnúkagíga berst í dag norður og norðvestur í átt að Reykjanesbæ og Vogum.

Gas frá eldgosinu við Sundhnúkagíga berst í dag norður og norðvestur í átt að Reykjanesbæ og Vogum.

Þetta kemur fram í færslu á vef Veðurstofunnar. Veðurspáin í dag er sunnan og síðar suðaustan 3-8 m/s.

Á morgun, föstudag, er austan og síðar norðaustan 3-8 m/s, gas berst þá til vesturs og suðvesturs.

Hæg breytileg átt seinnipartinn á morgun, gasmengunar getur orðið vart víða á suðvesturhorninu.

Landris mælist enn á stöðugum hraða í Svartsengi. Hrauntungan norðan Sýlingarfells, sem rennur úr eldgosinu við Sundhnúk, heldur áfram að þykkna.

mbl.is