Jennifer Lopez einsömul á Ítalíu

Poppkúltúr | 20. júní 2024

Jennifer Lopez einsömul á Ítalíu

Leik- og söngkonan Jennifer Lopez er stödd í sólríku og seiðandi fríi á Ítalíu en eiginmaður hennar, leikarinn Ben Affleck, er hvergi sjáanlegur. Hún var ljómandi í hvítum stuttum kjól þegar hún sást á hóteli í strandbænum Positano á Suður-Ítalíu í gær. 

Jennifer Lopez einsömul á Ítalíu

Poppkúltúr | 20. júní 2024

Leikkonan Jennifer Lopez að njóta lífsins.
Leikkonan Jennifer Lopez að njóta lífsins. Skjáskot/Instagram

Leik- og söngkonan Jennifer Lopez er stödd í sólríku og seiðandi fríi á Ítalíu en eiginmaður hennar, leikarinn Ben Affleck, er hvergi sjáanlegur. Hún var ljómandi í hvítum stuttum kjól þegar hún sást á hóteli í strandbænum Positano á Suður-Ítalíu í gær. 

Leik- og söngkonan Jennifer Lopez er stödd í sólríku og seiðandi fríi á Ítalíu en eiginmaður hennar, leikarinn Ben Affleck, er hvergi sjáanlegur. Hún var ljómandi í hvítum stuttum kjól þegar hún sást á hóteli í strandbænum Positano á Suður-Ítalíu í gær. 

Orðrómur um skilnað þeirra hjóna hefur farið eins og eldur um sinu í Hollywood undanfarnar vikur en þau eru sögð lifa aðskildu lífi. Nýlega settu þau glæsivillu sína á sölu í Beverly Hills fyrir níu milljarða íslenskra króna og er Lopez sögð vera að leita að nýrri eign fyrir sig. 

Söngkonan virðist hafa gert allt til að bjarga hjónabandi þeirra Affleck þar sem hún aflýsti meðal annars tónleikaferðalagi sínu í byrjun mánaðarins. Það virtist vera ganga vel en Affleck varði feðradeginum með fyrrverandi eiginkonu sinni, leikkonunni Jennifer Garner. Þau eiga tvö börn, þau Seraphina og Samuel. 

Vinir Affleck eru afar áhyggjufullir af leikaranum en þeir segja að hann þjáist af mikilli sorg og að þeim gruni að hann sé farinn að drekka aftur eftir nokkur ár edrú. 

Page six

mbl.is