Óljóst hvað Óli Björn og Jón gera

Hvalveiðar | 20. júní 2024

Óljóst hvað Óli Björn og Jón gera

Ekki er vitað hvernig Óli Björn Kárason og Jón Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, munu greiða atkvæði um vantrauststillögu á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra.

Óljóst hvað Óli Björn og Jón gera

Hvalveiðar | 20. júní 2024

Litlar líkur eru á því að vantrauststillagan verði samþykkt. Þó …
Litlar líkur eru á því að vantrauststillagan verði samþykkt. Þó fylgjast margir með því hvað Óli Björn og Jón Gunnarsson munu gera. Samsett mynd

Ekki er vitað hvernig Óli Björn Kárason og Jón Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, munu greiða atkvæði um vantrauststillögu á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra.

Ekki er vitað hvernig Óli Björn Kárason og Jón Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, munu greiða atkvæði um vantrauststillögu á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra.

Litlar líkur eru þó taldar á því að tillagan verði samþykkt.

Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn í gær og herma heimildir mbl.is að þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu litlu nær um það hvernig Óli og Jón munu kjósa. Báðir hafa þeir verið ósáttir við framferði Bjarkeyjar í hvalveiðimálinu. 

Hvorki Óli Björn né Jón hafa verið tilbúnir að tjá sig við ritstjórn mbl.is um það hvernig þeir hyggjast greiða atkvæði.

Umræða á Alþingi upp úr kl. 11

Tillagan verður tekin til umræðu á Alþingi upp úr klukkan 11 í dag og svo er gert ráð fyrir því að kosið verði um hana um hádegisbilið.  

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Vísi í gær að tillagan yrði felld. Þá hefur Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, sagt í samtali við mbl.is að allir þingmenn Framsóknar muni verja Bjarkeyju vantrausti. 

Stjórnarandstaðan styður tillöguna

Miðflokk­ur­inn lagði fram til­lög­una og hafa forsvarsmenn allra stjórnarandstöðuflokka greint frá því að þeir muni styðja hana.

Ástæða tillögunnar er fram­ganga Bjarkeyjar í hval­veiðimál­inu, en vegna óvenju langs tíma til leyf­is­veit­ing­ar af hálfu mat­vælaráðuneyt­is­ins stefn­ir allt í að eng­in vertíð verði hjá Hvali hf. í sum­ar.

mbl.is