Strætómiðinn dýrari eftir mánaðamót

Kjaraviðræður | 20. júní 2024

Strætómiðinn dýrari eftir mánaðamót

Farmiðinn í Strætó á höfuðborgarsvæðinu verður um 3% dýrari eftir mánaðamót og mun því líklega kosta um 650 krónur, frekar en 630 krónur. Seinast hækkuðu far­gjöld í janúar.

Strætómiðinn dýrari eftir mánaðamót

Kjaraviðræður | 20. júní 2024

Hækkunin er í takt við vísitölu neysluverðs.
Hækkunin er í takt við vísitölu neysluverðs. mbl.is/Hari

Farmiðinn í Strætó á höfuðborgarsvæðinu verður um 3% dýrari eftir mánaðamót og mun því líklega kosta um 650 krónur, frekar en 630 krónur. Seinast hækkuðu far­gjöld í janúar.

Farmiðinn í Strætó á höfuðborgarsvæðinu verður um 3% dýrari eftir mánaðamót og mun því líklega kosta um 650 krónur, frekar en 630 krónur. Seinast hækkuðu far­gjöld í janúar.

Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Gert er ráð fyrir að 1. júlí hækki gjaldskrá.

Fargjald Strætó bs. er hækkað tvisvar á ári og hækkunin er hluti af reglubundinni gjaldskrárhækkun sem tengist vísitölu neysluverðs. Frekari upplýsingar um gjaldskrárhækkanir munu að öllum líkindum liggja fyrir er nær dregur.

Framkvæmdastjórinn segir að vísitöluhækkunin nemi um 3,3% og má því gera ráð fyrir að fullorðinsmiðinn muni kosta um 650 krónur eftir þann 1. júlí, en í dag kostar miðinn fullorðna um 630 krónur.

Átti ekki að halda aftur af gjaldskrárhækkunum?

Í nýja stöðugleikasamningnum er ákvæði um að ríki og sveitarfélög skuld­bindi sig til þess að draga úr gjald­skrár­hækk­un­um.

Flestir kjarasamningar sem undirritaðir hafa verið í Karphúsinu í ár byggja á þessum samningi. En byggðasamlagið á aftur á móti eftir að skrifa undir nýjan kjarasamning.

Var engin umræða að þið mynduð sleppa þessari hækkun, m.t.t. nýrra kjarasamninga?

„Við erum ekki enn búin að gera kjarasamninga við okkar félag [stéttarfélagið Sameyki],“ svarar Jóhannes.

„En við höfum bara markað þessa stefnu að taka vísitöluhækkanir til þess að halda í við. Því við erum langt undir launaþróuninni okkar.“

mbl.is