Stefán Á. Magnússon, framkvæmdastjóri Fasteignafélagsins G1 ehf., segir styttast í verklok á Grensásvegi 1 en félagið hefur byggt þar íbúðir og atvinnuhúsnæði.
Stefán Á. Magnússon, framkvæmdastjóri Fasteignafélagsins G1 ehf., segir styttast í verklok á Grensásvegi 1 en félagið hefur byggt þar íbúðir og atvinnuhúsnæði.
Stefán Á. Magnússon, framkvæmdastjóri Fasteignafélagsins G1 ehf., segir styttast í verklok á Grensásvegi 1 en félagið hefur byggt þar íbúðir og atvinnuhúsnæði.
„Framkvæmdir hófust haustið 2020 og er áformað að ljúka öllum framkvæmdum á svæðinu um næstu áramót. Í fyrstu tveimur áföngum verksins, Grensásvegi 1d og 1e annars vegar og Grensásvegi 1b hins vegar, hafa verið seldar 85 íbúðir af 91 íbúð og eru því sex fullbúnar íbúðir óseldar á lóðinni.
Áfangi þrjú, sem inniheldur 76 íbúðir á Grensásvegi 1a & 1f, kom í sölu í lok maí og hafa verið seldar 18 íbúðir. Afhending á áfanga þrjú fer fram fyrir næstu áramót. Áfangi fjögur, Grensásvegur 1c, hefur að geyma 14 íbúðir sem eru ekki komnar á sölu. Þannig að samtals hafa verið settar 167 íbúðir á markað og þar af eru seldar 103 íbúðir sem samsvarar 62% söluhlutfalli. Allri uppsteypu á lóðinni er lokið og er verið að klæða öll húsin að utan og ganga frá lóð. Þannig að nýjum íbúðum sem eru afhentar fyrir áramót fylgir einnig góður frágangur á lóð,“ segir Stefán en inngarður er á milli húsanna sem snýr til suðurs.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.