Tillaga um vantraust á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra hefur verið felld. Stjórnarþingmaður úr Sjálfstæðisflokknum sat hjá þegar þingheimur greiddi atkvæði.
Tillaga um vantraust á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra hefur verið felld. Stjórnarþingmaður úr Sjálfstæðisflokknum sat hjá þegar þingheimur greiddi atkvæði.
Tillaga um vantraust á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra hefur verið felld. Stjórnarþingmaður úr Sjálfstæðisflokknum sat hjá þegar þingheimur greiddi atkvæði.
Þingmenn Miðflokksins lögðu fram vantrauststillöguna á Alþingi á þriðjudag en vantraustið tengist vinnubrögðum ráðherra við veitingu hvalveiðileyfis. Þingmeirihlutinn felldi vantraustið á Alþingi rétt í þessu.
Bæði Jón Gunnarsson og Óli Björn Kárason, sem báðir eru úr röðum Sjálfstæðisflokksins, hafa verið ósáttir við framferði Bjarkeyjar í hvalveiðimálinu. Jón sat hjá en allir aðrir stjórnarþingmenn sem voru viðstaddir greiddu atkvæði gegn vantrauststillögunni, þ.á.m Óli Björn.
„Framkoma ráðherra Vinstri grænna er fordæmalaus í þessu máli,“ sagði Jón í ræðustól á Alþingi í dag.
„Hagsmunum alþýðunnar, starfsfólks og fyrirtækja er fórnað á altari málstaðar sem engar forsendur eru fyrir,“ bætti Jón við en hann fór vægast sagt ófögrum orðum um vinnubrögð Bjarkeyjar.
Atkvæði féllu þannig að 23 greiddu með, 35 á móti og einn sat hjá. Þá voru tveir á fjarvistarskrá og tveir til viðbótar fjarverandi.
Þetta er fjórða vantrauststillagan sem lögð hefur verið fram á vorþingi, og sú þriðja á hendur matvælaráðherra
Miðflokksmenn segja ráðherra ekki hafa gætt að málshraðareglum þegar hún afgreiddi hvalveiðileyfið. Þá hefði hún heldur ekki farið að ráðleggingum sérfræðinga sinna í ráðuneytinu þegar hún á endanum heimilaði veiðaranar, en einvörðungu til eins árs.
Bjarkey kallaði vantrauststillöguna á hendur sér pólitískt skammhlaup Miðflokksins sem sé til þess eins að veiða atkvæði og skapa sundrung í ríkisstjórninni.
Fréttin hefur verið uppfærð.