Búnir með 76% strandveiðikvótans

Strandveiðar | 21. júní 2024

Búnir með 76% strandveiðikvótans

Síðasti strandveiðidagur þessarar viku var í gær og hefur nú verið landað 76% af þorskkvótanum sem veiðunum hefur verið úthlutað, 11% af ufsakvótanum og 25% af gullkarfakvótanum.

Búnir með 76% strandveiðikvótans

Strandveiðar | 21. júní 2024

Stranveiðibátar landsins hafa þegar nýtt um 76% af veiðiheimildum í …
Stranveiðibátar landsins hafa þegar nýtt um 76% af veiðiheimildum í þorski. mbl.is/Alfons

Síðasti strandveiðidagur þessarar viku var í gær og hefur nú verið landað 76% af þorskkvótanum sem veiðunum hefur verið úthlutað, 11% af ufsakvótanum og 25% af gullkarfakvótanum.

Síðasti strandveiðidagur þessarar viku var í gær og hefur nú verið landað 76% af þorskkvótanum sem veiðunum hefur verið úthlutað, 11% af ufsakvótanum og 25% af gullkarfakvótanum.

Lög gera ráð fyrir að hverjum strandveiðibát verði heimilað að stunda veiðar í tólf daga í maí, júní, júlí og ágúst en í ljósi kvótastöðunnar í þorski er útlit fyrir að styttist í að strandveiðar verði stöðvaðar af Fiskistofu.

Þó getur farið svo að rúmlega þúsund tonna þorskkvóta verði bætt við strandveiðarnar, en ríkið aflaði nýverið um þrettán hundruð tonna heimildir í þorski í skiptum fyrir makríl á tilboðsmarkaði.

Alls hefur verið landað 7.563,9 tonnum af þorski. Þar af hefur tæplega 55% verið landað á veiðisvæði A (Vesturlandi), 17% á veiðisvæði B (Strandir að Eyjafirði), 10% á veiðisvæði C (Norðaustur og Austurland) og 18% á svæði D (Suðurland að Borgarfirði).

Athygli vekur að töluvert betur hefur gengið að ná ufsanum á veiðisvæði D þar sem hefur verið landað rúmlega 60 tonnum af tegundinni eða um 56% af öllum ufsa sem strandveiðibátar hafa borið að landi.

mbl.is