Krefjandi spurningar lagðar fyrir Lilju

Spursmál | 21. júní 2024

Krefjandi spurningar lagðar fyrir Lilju

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, menningar- og viðskiptaráðherra, situr fyrir svörum í nýjasta þætti Spursmála sem sýndur verður hér á mbl.is klukkan 14 í dag. 

Krefjandi spurningar lagðar fyrir Lilju

Spursmál | 21. júní 2024

Helga Vala Helgadóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Bergþór Ólason eru …
Helga Vala Helgadóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Bergþór Ólason eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum. Samsett mynd

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, menningar- og viðskiptaráðherra, situr fyrir svörum í nýjasta þætti Spursmála sem sýndur verður hér á mbl.is klukkan 14 í dag. 

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, menningar- og viðskiptaráðherra, situr fyrir svörum í nýjasta þætti Spursmála sem sýndur verður hér á mbl.is klukkan 14 í dag. 

Í þættinum verður margt til umræðu og verður ráðherra gert að svara krefjandi spurningum um ferðaþjónustuna, listamannalaunin, fjárlögin, íslenska tungu og sitthvað fleira. 

Helga og Bergþór rýna helstu fréttir

Að auki mæta þau Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi alþingiskona, og Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, í settið til Stefáns Einars Stefánssonar og fara yfir það sem bar helst á góma í samfélagsumræðunni síðastliðna viku. Búast má við að þar eigi eftir að skapast afar líflegar umræður. 

Ekki missa af Spursmálum hér á mbl.is á slaginu klukkan 14 alla föstudaga. 

mbl.is