Svona brást faðir Ingileifar við kynlífssenum í bók hennar

TikTok | 21. júní 2024

Svona brást faðir Ingileifar við kynlífssenum í bók hennar

Ingileif Friðriksdóttir gaf út sína fyrstu skáldsögu, Ljósbrot, í maí síðastliðnum. Bókin fjallar um forsetaframbjóðanda, ástina og leitina að sjálfinu. 

Svona brást faðir Ingileifar við kynlífssenum í bók hennar

TikTok | 21. júní 2024

„Engar óþægilegar lýsingar?“
„Engar óþægilegar lýsingar?“ Samsett mynd

Ingileif Friðriksdóttir gaf út sína fyrstu skáldsögu, Ljósbrot, í maí síðastliðnum. Bókin fjallar um forsetaframbjóðanda, ástina og leitina að sjálfinu. 

Ingileif Friðriksdóttir gaf út sína fyrstu skáldsögu, Ljósbrot, í maí síðastliðnum. Bókin fjallar um forsetaframbjóðanda, ástina og leitina að sjálfinu. 

Bókin inniheldur hinar ýmsu senur, þar á meðal kynlífssenur, en Ingileif birti TikTok-myndband þar sem faðir hennar, sem er 75 ára, bregst við þeim senum. Á myndbandið skrifaði hún: „Pabbi bregst við þessu: Þegar ég man að ég skrifaði kynlífssenur í bókina mína og foreldrar mínir eru að lesa hana.“

„Hvað finnst þér um þetta?“ spyr Ingileif föður sinn sem svarar: „Hún er alveg geggjuð. Hún heldur manni við efnið.“

Því næst spyr Ingileif hvort það séu engar óþægilegar lýsingar. „Neineineinei, þetta er bara alvöru bók. Ekkert verið að, sko, það er verið bara að tala tæpitungulaust um hlutina eins og þeir eru. Það eru réttu merkimiðarnir, það er bara málið,“ svarar hann og hlær. 

mbl.is