Tæplega fimm kíló af makríl fyrir eitt af þorski

Makrílveiðar | 21. júní 2024

Tæplega fimm kíló af makríl fyrir eitt af þorski

Ríkið fær 1.342,7 tonna þorskkvóta í skiptum fyrir tæp 6.466 tonna kvóta í makríl sem Fiskistofa bauð á tilboðsmarkaði í júní, var því skiptistuðullinn 4,8.

Tæplega fimm kíló af makríl fyrir eitt af þorski

Makrílveiðar | 21. júní 2024

Börkur NK fær fjögur þúsund tonn af makrílkvótanum sem var …
Börkur NK fær fjögur þúsund tonn af makrílkvótanum sem var í boði á tilboðsmarkaði í júní. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Smári Geirsson

Ríkið fær 1.342,7 tonna þorskkvóta í skiptum fyrir tæp 6.466 tonna kvóta í makríl sem Fiskistofa bauð á tilboðsmarkaði í júní, var því skiptistuðullinn 4,8.

Ríkið fær 1.342,7 tonna þorskkvóta í skiptum fyrir tæp 6.466 tonna kvóta í makríl sem Fiskistofa bauð á tilboðsmarkaði í júní, var því skiptistuðullinn 4,8.

Fram kemur á vef Fiskistofu að alls bárust 33 tilboð en átta tilboðum hafi verið tekið í heild eða að hluta, en tilboðin ná aðeins til fjögurra skipa og þriggja útgerða. Tæplega 62% makrílkvótans fór til Síldarvinnslunnar alls fjögur þúsund tonn.

Hagstæðasti skiptistuðullinn var 5,47 og hann fékk Jón Kjartansson SU-111 sem Eskja gerir út. Var Jóni Kjartanssyni úthlutað tæplega 966 tonna makrílkvóta í skiptum fyrir 176,4 tonna þorskkvóta.

Tilboðsmarkaðurinn verður til við að ríkinu fellur í hlut 5,3% af aflaheimildum í kvótabundum fiski í samræmi við ákvæði laga. Nýverið var staðið að úthlutun makrílkvóta vegna vertíðar sumarsins. Ríkið hefur lítið not fyrir makrílkvóta og skiptir honum oft á þessum árstíma fyrir þorskkvóta sem getur m.a. nýst í að auka veiðiheimildir strandveiða.

mbl.is