Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur gefið út alþjóðlega viðvörun vegna falsaðrar útgáfu af lyfinu Ozempic, sem notið hefur fádæma vinsælda sem leið til þess að léttast.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur gefið út alþjóðlega viðvörun vegna falsaðrar útgáfu af lyfinu Ozempic, sem notið hefur fádæma vinsælda sem leið til þess að léttast.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur gefið út alþjóðlega viðvörun vegna falsaðrar útgáfu af lyfinu Ozempic, sem notið hefur fádæma vinsælda sem leið til þess að léttast.
Stofnunin segir að falsaða lyfið geti verið hættulegt fyrir heilsuna og ráðleggur fólki að fá lyfið eingöngu í gegnum áreiðanlega aðila eins og lækna, en ekki á ókunnugum vefsíðum á netinu eða í gegnum samfélagsmiðla.
Lyfið er oft notað sem meðferð á sykursýki 2 þar sem lyfið inniheldur efnið semaglútíð, sem hjálpar fólki með að stjórna blóðsykrinum sínum. Aftur á móti hefur sama efni einnig áhrif á heilann og dregur úr matarlyst, sem getur hjálpað fólki við að léttast.
Eftirspurn eftir lyfinu hefur aukist hratt og þá sérstaklega hjá fólki sem leitast eftir því að nota lyfið til þess að grennast.
Þessi eftirspurn hefur valdið því að skapast hefur markaður fyrir fölsuð lyf og skortur er á lyfinu hjá þeim sem virkilega þurfa lyfið.