Gosið tórir enn

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 22. júní 2024

Gosið tórir enn

„Það sást virkni í gígnum í nótt og óróinn jókst aðeins svo þetta er ekki alveg búið.“

Gosið tórir enn

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 22. júní 2024

Frá eldgosinu við Sundhnúkagíga.
Frá eldgosinu við Sundhnúkagíga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það sást virkni í gígnum í nótt og óróinn jókst aðeins svo þetta er ekki alveg búið.“

„Það sást virkni í gígnum í nótt og óróinn jókst aðeins svo þetta er ekki alveg búið.“

Þetta segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is, en svo virðist vera að eldgosið við Sundhnúkagíga sem hófst 29. maí sé hægt og bítandi að fjara út.

„Það sást smá glóð í nótt og gosið tórir enn en maður veit ekki hversu lengi,“ segir Salóme.

Hún segir hraunið halda áfram að flæða yfir varnarvegginn og ekki hafi hægst mikið á því en unnið hefur verið við hraunkælingu við varnargarðana með það að markmiðið að hægja á streyminu. Auk þess hafa jarðýtur og jarðvinnuvélar unnið að því að ýta jarðvegi upp á garðinn.

Að sögn Salóme er mælist ekki mikil gosmóða á svæðinu. Í dag er spáð austlægri vindátt svo ekki ætti að berast mengun í byggð nema þá kannski í Höfnum.

 

mbl.is