Ómótstæðilegt brauð með bökuðum camembert frá Bath

Uppskriftir | 22. júní 2024

Ómótstæðilegt brauð með bökuðum camembert frá Bath

Sigríður Björk Bragadóttir, alla jafna kölluð Sirrý, matreiðslumeistari hjá Salt Eldhúsi hefur mikla ástríðu fyrir starfi sínu og er iðin að sækja sér meiri þekkingu og heimsækja hinna ýmsa staði sem hver og einn eiga sína sérstöðu þegar kemur að matargerð, bakstri eða öðru sem tengist mat. Eitt sinn hélt hún til Bath á Bretlandseyjum sem er einstaklega fallegur bær og þar er matreiðsluskóli Richard Bertinet sem vel þekktur um heim allan. Þangað fór hún fyrir nokkrum árum á vikunámskeið í brauðbakstri þar sem allt sem við kemur brauði var skoðað í þaula. Þar lærði hún að gera þetta fyllta brauð með bökuðum camembertosti sem er syndsamlega gott og frábært að bjóða upp á þegar von er á gestum eða bara til að njóta með sínum bestu á góðum degi.

Ómótstæðilegt brauð með bökuðum camembert frá Bath

Uppskriftir | 22. júní 2024

Þetta brauð með bökuðum osti ómótstæðilega gott, syndsamlegt að njóta …
Þetta brauð með bökuðum osti ómótstæðilega gott, syndsamlegt að njóta þess. Ljósmynd/Sigríður Björk Bragadóttir

Sigríður Björk Bragadóttir, alla jafna kölluð Sirrý, matreiðslumeistari hjá Salt Eldhúsi hefur mikla ástríðu fyrir starfi sínu og er iðin að sækja sér meiri þekkingu og heimsækja hinna ýmsa staði sem hver og einn eiga sína sérstöðu þegar kemur að matargerð, bakstri eða öðru sem tengist mat. Eitt sinn hélt hún til Bath á Bretlandseyjum sem er einstaklega fallegur bær og þar er matreiðsluskóli Richard Bertinet sem vel þekktur um heim allan. Þangað fór hún fyrir nokkrum árum á vikunámskeið í brauðbakstri þar sem allt sem við kemur brauði var skoðað í þaula. Þar lærði hún að gera þetta fyllta brauð með bökuðum camembertosti sem er syndsamlega gott og frábært að bjóða upp á þegar von er á gestum eða bara til að njóta með sínum bestu á góðum degi.

Sigríður Björk Bragadóttir, alla jafna kölluð Sirrý, matreiðslumeistari hjá Salt Eldhúsi hefur mikla ástríðu fyrir starfi sínu og er iðin að sækja sér meiri þekkingu og heimsækja hinna ýmsa staði sem hver og einn eiga sína sérstöðu þegar kemur að matargerð, bakstri eða öðru sem tengist mat. Eitt sinn hélt hún til Bath á Bretlandseyjum sem er einstaklega fallegur bær og þar er matreiðsluskóli Richard Bertinet sem vel þekktur um heim allan. Þangað fór hún fyrir nokkrum árum á vikunámskeið í brauðbakstri þar sem allt sem við kemur brauði var skoðað í þaula. Þar lærði hún að gera þetta fyllta brauð með bökuðum camembertosti sem er syndsamlega gott og frábært að bjóða upp á þegar von er á gestum eða bara til að njóta með sínum bestu á góðum degi.

Bráðinn ostur er alltaf ómótstæðilegur

„Á námskeiðinu bökuðum við brauð og borðuðum brauð daginn úr og inn sem er algjört dekur fyrir þá sem hafa áhuga á að læra allt um brauð. Í einu hádegishléinu var boðið upp á þetta girnilega brauð með bræddum osti. Bráðinn ostur er alltaf ómótstæðilegur sérstaklega góður hvítmygluostur. Þetta brauð er með bæði eggjum og smjöri en þið getið notað þá brauðuppskrift sem þið hafið náð tökum á sem er með svipað magn af hveiti. Í þessari uppskrift er meira af pressugeri en ég nota venjulega en það er vegna þess að það þarf talsvert til að lyfta deigi með eggjum og smjöri. Uppskriftin er með stórum Brie-ost sem er hægt að panta hjá MS, Hagkaup í Kringlunni eða fá í Costco en það er líka hægt að nota klassíska stærð. Ef þið viljið gera minni uppskrift með meðalstórum hvítmygluost er upplagt að skipta deiginu í tvennt og annað hvort frysta helminginn eða baka lítið formbrauð. Athugið að minni brauð þurfa þó styttri bökunartíma, u.þ.bl. 25 mínútur,“ segir Sirrý. Undirrituð hefur prófað og smakkað þetta syndsamlega góða brauð og það er svo gott að það er erfitt að stoppa þegar maður hefur tekið fyrsta bitann með löðrandi ostinum.

Brauð með bökuðum camembert

Fyrir 8-10

  • 500 g brauðhveiti
  • 40 g sykur
  • 50 g smjör, skorið í litla bita
  • 3 meðalstór egg (meðalstór egg eru 60 g með skurn)
  • 2 dl mjólk
  • 1 msk. sjávarsalt
  • 50 g ferskt ger eða 2 tsk. þurrger
  • 1 stór Brie-ostur
  • 1 msk. ólífuolía
  • örlítið timian og rósmarin, ferskt eða þurrkað
  • nýmalaður pipar
  • 1 egg sundurslegið

Aðferð:

  1. Setjið hveiti og sykur í hrærivélaskál ásamt smjörinu og látið vélina ganga með hræraranum (K-inu) þangað til smjörið hefur blandast við hveitið í litla mola. Þetta má líka gera með því að mylja saman í höndum en er fljótlegra svona.
  2. Setjið eggin í skál.
  3. Velgjð mjólkina með saltinu í litlum potti.
  4. Hellið mjólkinni yfir eggin og pískið vel saman.
  5. Blandan á að vera fingurvolg (37%) og ef hún er of heit er ráð að bíða aðeins svo við drepum ekki krúttlegu gerlana í gerinu.
  6. Leysið gerið upp í mjólkurblöndunni og hellið henni síðan út í hveitið.
  7. Hnoðið saman með hnoðaranum í a.m.k. 10 mínútur.
  8. Dustið örlitlu af hveiti á deigkúluna og losið um deigið í skálinni með brauðsköfu eða sleikju svo hveitið nái að þekja deigið, á þennan hátt á deigið auðveldara með að hefast vel.
  9. Látið deigið hefast, með klút yfir, á hlýjum stað í 1 klukkustund.
  10. Losið deigið úr skálinni og hnoðið létt saman á borðinu.
  11. Finnið 30 cm breitt form sem þolir ofnhita.
  12. Mótið köku úr deiginu sem passar í formið, gott að fletja bara með fingurgómum, setjið kökuna á örk af bökunarpappír og leggið deigið í formið.
  13. Setjið ostinn ofan á og skerið rákir í hann þvers og kruss.
  14. Látið nú hefast aftur í 30 -40 mínútur.
  15. Hitið ofninn tímanlega á 190°C (180°C blástur).
  16. Dreypið ólífuolíu ofan á ostinn.
  17. Stráið kryddum og pipar yfir.
  18. Penslið brauðið með eggjahræru eða mjólk.
  19. Bakið í ofninum í 40 mínútur.
  20. Berið fram heitt með góðu salati með vínagrettu.
mbl.is