„Þetta myndi sjást á búkmyndavélum“

Ísrael/Palestína | 22. júní 2024

„Þetta myndi sjást á búkmyndavélum“

„Þetta er í rauninni það sem ég bjóst við,“ segir Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, inntur eftir viðbrögðum við niðurstöðu nefndar um eftirlit með lögreglu. 

„Þetta myndi sjást á búkmyndavélum“

Ísrael/Palestína | 22. júní 2024

Lögreglan beitti piparúða á mótmælendur.
Lögreglan beitti piparúða á mótmælendur. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er í rauninni það sem ég bjóst við,“ segir Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, inntur eftir viðbrögðum við niðurstöðu nefndar um eftirlit með lögreglu. 

„Þetta er í rauninni það sem ég bjóst við,“ segir Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, inntur eftir viðbrögðum við niðurstöðu nefndar um eftirlit með lögreglu. 

Nefndin telur lögregluþjóna á vettvangi mótmælanna við Skuggasund þann 31. maí ekki hafa gengið lengra en nauðsyn krafðist.

Þá hafði lögregla beitt piparúða á mótmælendur sem hindruðu för ráðamanna. Í kjölfarið leituðu nokkrir þeirra á bráðamóttöku.

Það sem allir sögðu

„Þetta er að vísu það sem allir lögreglumenn sögðu, að þetta myndi sjást á búkmyndavélum þegar heildarmyndin væri skoðuð,“ segir Fjölnir.

Hann bætir við að hegðun lögreglu á mótmælum hafi áður verið rannsökuð en að í hvert sinn hafi niðurstaðan verið sú að hún hafi ekki farið yfir strikið.

Fjölnir segist fagna niðurstöðunni. 

„Þetta er bara sú niðurstaða sem ég bjóst við,“ segir hann og bætir við: „Maður vill aldrei segja alveg áður en maður vill gefa svona nefndum auðvitað frelsi til að skoða málin.“ 

mbl.is