179,9 milljóna hönnunarperla á þremur hæðum

Heimili | 23. júní 2024

179,9 milljóna hönnunarperla á þremur hæðum

Við Sléttuhraun í Hafnarfirði er að finna 243 fm hús á þremur hæðum sem reist var árið 1960. Eignin hefur verið innréttuð á afar sjarmerandi máta, en á síðustu árum hefur hún gengist undir heilmiklar endurbætur og var það Gríma Björg Thorarensen innanhússhönnuður sem sá um teikningar og hönnun. 

179,9 milljóna hönnunarperla á þremur hæðum

Heimili | 23. júní 2024

Eignin hefur verið mikið endurnýjuð og sá innanhússhönnuðurinn Gríma Björg …
Eignin hefur verið mikið endurnýjuð og sá innanhússhönnuðurinn Gríma Björg Thorarensen um teikningar og hönnun. Samsett mynd

Við Sléttuhraun í Hafnarfirði er að finna 243 fm hús á þremur hæðum sem reist var árið 1960. Eignin hefur verið innréttuð á afar sjarmerandi máta, en á síðustu árum hefur hún gengist undir heilmiklar endurbætur og var það Gríma Björg Thorarensen innanhússhönnuður sem sá um teikningar og hönnun. 

Við Sléttuhraun í Hafnarfirði er að finna 243 fm hús á þremur hæðum sem reist var árið 1960. Eignin hefur verið innréttuð á afar sjarmerandi máta, en á síðustu árum hefur hún gengist undir heilmiklar endurbætur og var það Gríma Björg Thorarensen innanhússhönnuður sem sá um teikningar og hönnun. 

Skemmtilegt skipulag er á eldhúsi, stofu og borðstofu á miðhæð hússins, en rýmin eru rúmgóð og afar björt með góðum gluggum. Sérlega falleg eldhúsinnrétting grípur augað samstundis í rýminu, en hún er sérsmíðuð með þykkum Quartzsite-stein sem setur punktinn yfir i-ið. 

Borðstofan er opin og björt með fallegum panel.
Borðstofan er opin og björt með fallegum panel. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Í eldhúsinu má sjá undurfagra innréttingu með Quartzsite stein.
Í eldhúsinu má sjá undurfagra innréttingu með Quartzsite stein. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Heillandi panell og falleg listaverk

Frá eldhúsi er gengið niður í borðstofu um nokkur þrep, en þar hefur skemmtilegum panel verið komið fyrir á veggnum sem setur svip sinn á rýmið. Þar má einnig sjá verk eftir listamanninn Leif Ými Eyjólfsson sem gleður augað. 

Í stofunni má sjá fallega hönnunarmuni, til að mynda hinn formfagra Elephant-stól sem Kristian Sofus Hansen og Tommy Hyldahl hönnuðu árið 2017 og þríhyrnda sófaborðið sem er klassísk hönnun Isamu Noguchi frá árinu 1944. Úr stofunni er svo útgengt á svalir sem snúa í suður. 

Á efstu hæðinni eru þrjú svefnherbergi og baðherbergi, en á neðstu hæð hússins hefur aukaíbúð verið útbúin með sérinngangi. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Sléttahraun 14

Í stofunni eru stórir gluggar sem hleypa mikilli birtu inn …
Í stofunni eru stórir gluggar sem hleypa mikilli birtu inn í rýmið. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Á efstu hæðinni eru þrjú svefnherbergi.
Á efstu hæðinni eru þrjú svefnherbergi. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
mbl.is