Bjuggu níu ár í tjaldi með fjölskylduna

Gisting | 23. júní 2024

Bjuggu níu ár í tjaldi með fjölskylduna

Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og eiginmaður hennar, Erwin van der Werve, bjóða ferðamönnum að gista í svokölluðu Yurt eða hirðingatjaldi frá Mongólíu á Leifsstöðum í Eyjafjarðarsveit en ferðaþjónustuna reka þau undir nafninu Iceland Yurt. Þóra Sólveig og Erwin bjuggu sjálf í slíku tjaldi í sveitinni um árabil en þau smíðuðu eitt tjald í Hollandi.

Bjuggu níu ár í tjaldi með fjölskylduna

Gisting | 23. júní 2024

Þóra Sólveig og Erwin reka Iceland Yurt í Eyjafirði þar …
Þóra Sólveig og Erwin reka Iceland Yurt í Eyjafirði þar sem þau búa ásamt tveimur börnum sínum. Samsett mynd

Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og eiginmaður hennar, Erwin van der Werve, bjóða ferðamönnum að gista í svokölluðu Yurt eða hirðingatjaldi frá Mongólíu á Leifsstöðum í Eyjafjarðarsveit en ferðaþjónustuna reka þau undir nafninu Iceland Yurt. Þóra Sólveig og Erwin bjuggu sjálf í slíku tjaldi í sveitinni um árabil en þau smíðuðu eitt tjald í Hollandi.

Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og eiginmaður hennar, Erwin van der Werve, bjóða ferðamönnum að gista í svokölluðu Yurt eða hirðingatjaldi frá Mongólíu á Leifsstöðum í Eyjafjarðarsveit en ferðaþjónustuna reka þau undir nafninu Iceland Yurt. Þóra Sólveig og Erwin bjuggu sjálf í slíku tjaldi í sveitinni um árabil en þau smíðuðu eitt tjald í Hollandi.

Þóra Sólveig ólst upp á Leifsstöðum en jörðin sem er á móti Kjarnaskógi austan megin í firðinum er í eigu föður hennar. Erwin er hins vegar hollenskur en honum kynntist Þóra Sólveig í Listaháskóla Íslands þar sem þau námu myndlist.

„Við erum bæði listamenn, við lærðum myndlist en efnið mitt dró mig út í gjörningalist. Erwin er aðallega að gera málverk en er líka að taka upp vídeóverk,“ segir Þóra Sólveig.

Þóra Sólveig fyrir framan hirðingatjaldið Yurt í Eyjafirðinum.
Þóra Sólveig fyrir framan hirðingatjaldið Yurt í Eyjafirðinum. Ljósmynd/Aðsend

Smíðuðu eigið tjald

„Við fluttum til Hollands 2004 og vorum þar saman í fimm ár. Þar hittum við fólk sem bjó í tjaldi á hafnarsvæði í Amsterdam. Það vakti mikla hrifningu hjá okkur báðum, konan hafði nýlega fætt barn,“ segir Þóra Sólveig um fyrstu kynni þeirra af Mongólíutjöldum.

Hugmyndin hélt áfram að malla innra með þeim þegar þau fóru til Kína árið 2006 í sýningarferð. „Við ferðuðumst um landamæri Tíbet í rútum – við sáum engin tjöld þar en hrifumst af menningunni,“ segir Þóra Sólveig sem lýsir litríkri menningunni og svæðinu eins og blómum í eyðimörk.

Það var árið 2008 sem þau smíðuðu eigið tjald.

„Við bjuggum í Hollandi og ég segi við manninn minn: Eigum við ekki að smíða okkur tjald og hann segir bara jú jú. Þetta kom bara allt í einu til mín. Við fundum námskeið í Suður-Hollandi. Kennarinn sagðist vilja hitta okkur fyrst því þetta tæki langan tíma. Við bjuggum á staðnum þrjá daga í viku og smíðuðum tjaldið alveg fram á nætur. Það tók fjóra og hálfan mánuð í smíði. Við fengum sneiðar af trjám og gerðum allt frá grunni. Þetta eru veggir sem er hægt að leggja saman eins og harmónikku og allt handhnýtt báðum megin á samskeytunum. Þetta eru fimm veggir og endalausir hnútar. Það eru engar skrúfur nema í hjörunum á hurðunum.“

Þóra mælir með því að fólk fari út í náttúruna …
Þóra mælir með því að fólk fari út í náttúruna og finni friðinn sem býr innra með því. Ljósmynd/Aðsend

Heima

Tjöldin eru kölluð Ger í Mongólíu sem þýðir heima og eiga tjöldin að endast heila mannsævi. Annars eru þau oft kölluð Yurt eða einfaldlega Mongólíutjöld. „Þetta eru hirðingjar sem ferðast á milli staða sem ferðast með búfénað, þetta er mjög heillandi menning,“ segir Þóra Sólveig en sjálf hafa þau hjónin ferðast með tjaldið í listrænum tilgangi og til þess að flytjast búferlum.

Þóra Sólveig segir það taka tvo til fjóra klukkutíma að setja tjaldið upp en einn klukkutíma að taka það niður. Þau hafa sett það upp í Noregi þar sem þau bjuggu um skeið en líka sett það upp á stöðum eins og Landmannalaugum og Þórsmörk í listrænum tilgangi.

„Við fluttum til Íslands frá Noregi árið 2014 og þá er ég orðin öryrki og búin að eignast tvö börn. Við vorum þá með heimilið með okkur,“ segir Þóra Sólveig og á þá við tjaldið sem þau byggðu í Hollandi. Hún lenti í gati í kerfinu, þar sem hún var sjúkraskráð og óvinnufær að flytja milli landa, og fékk ekki bætur eða tekjur í þrjú ár eftir að þau fluttu. „Við vorum ekki búin að sjá fyrir okkur að búa með börn í tjaldi en það gekk mjög vel. Við vorum samtals í níu ár í tjaldi – sjö ár í tjaldinu sem við smíðuðum og tvö ár í tjaldi sem við pöntuðum frá Hollandi,“ segir Þóra Sólveig en fyrsta tjaldið þeirra var 30 fermetrar. 

Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og eiginmaður hennar, Erwin van der Werve, …
Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og eiginmaður hennar, Erwin van der Werve, ásamt börnunum tveimur. Ljósmynd/Aðsend

Hvað fannst fólki í kringum ykkur um að þið ætluðuð að búa í tjaldi?

„Það var misjafnt hvað fólki fannst um það. Allavega leið okkur rosalega vel í tjaldinu. Mörgum fannst það rosalega flott og skemmtilegt. Svo voru aðrir sem héldu að þetta væri eitthvert neyðarúrræði en það er bara misskilningur. Við þurfum ekki að búa í villu.“

Hvernig er þetta á veturna?

„Það er bara mjög fínt. Við erum með hita í gólfinu og gengur rosalega vel,“ segir Þóra Sólveig en tjaldið er einangrað með ull.

Þóra Sólveig og Erwin fluttu nýverið í bjálkahús til þess að gefa börnunum sínum sem eru að komast á unglingsaldur meira rými. „Ég lifði eftir því að eins lengi og krakkarnir yrðu ánægð í tjaldinu þá myndi ég búa í tjaldi. Þau voru alveg enn þá ánægð en maður finnur að það er gott fyrir þau að fá sitt rými,“ segir Þóra Sólveig.

Útsýnið er frábært.
Útsýnið er frábært. Ljósmynd/Aðsend

Slökun í náttúrugistingu

Í dag eru tjöldin tvö sem Þóra Sólveig og Erwin útbjuggu í gistitjöld fyrir ferðamenn og hafa þau hjón bætt tveimur til viðbótar við. „Við settum upp fjórða tjaldið í fyrra, það er náttúruleg þensla, lífið gerðist. Þetta var ekki einhver viðskiptahugmynd. Okkur langaði að leyfa fólki að upplifa hvernig er að vera í tjaldi.“

Hvernig er upplifun fólks?

„Hún er æðisleg, það er í náinni tengingu við náttúruna. Það er friður og ró, en það er alltaf einhver sem fattar ekki að hann er að fara í náttúrugistingu.“

Þóra Sólveig býður einnig upp á slökun og tónheilun í …
Þóra Sólveig býður einnig upp á slökun og tónheilun í handútskornu Yurt-tjaldi í Gaia God/dess Temple Gaia-hofinu sínu Ljósmynd/Aðsend

Hvernig fólk kemur?

„Það er mikið af Ameríkönum og Þjóðverjum og bara af öllum þjóðernum, líka Íslendingum. Sumir sækja í þetta, við viljum fá fólk sem vill gista hjá okkur en ekki af því að það er ódýrt að vera mörg saman í tjaldi. Okkar hugsjón er að fólk njóti þess að vera í náttúrunni og nái að slaka djúpt á. Það eru margir sem ná góðri slökun og finnst þetta yndislegt og finnst þetta vera upplifun lífsins að gista í tjöldunum.“

Þóra Sólveig segir margt eiga þátt í því að fólk nái góðri slökun hjá þeim, Mongólíutjöldin eru til dæmis hringlaga sem hún segir umvefjandi. Það skemmir svo ekki fyrir að heyra í vindinum, fuglasöngnum eða snarkið í eldinum. Hún mælir sömuleiðis með að leggja frá sér símann og njóta félagsskaparins. Þóra Sólveig býður einnig upp á slökun og tónheilun í handútskornu Yurt-tjaldi í Gaia God/dess Temple Gaia-hofinu sínu.

Þóra segir að tjöldin séu umvefjandi og fólk nái betri …
Þóra segir að tjöldin séu umvefjandi og fólk nái betri tengslum við náttúruna. Ljósmynd/Aðsend

Hver staður yndislegur

Áttu uppáhaldsstaði fyrir norðan?

„Hvar sem er í náttúrunni. Að draga djúpt andann, setjast niður, staldra við, njóta og taka eftir því sem er að gerast í umhverfinu. Hvernig formin eru og hvernig þau hreyfast í vindinum og hlusta á dýrin. Taka eftir smáatriðunum. Ég elska líka að ferðast um landið og kynnast því á dýpri hátt. Ég er sjálf með serimoníur úti í náttúrunni og heiðra náttúruna og fer á þá staði sem kalla á mig.

Mér finnst yndislegt að vera á Hjalteyri hjá Lene Zachariessen. Ég var með gjörning og sýningu þar árið 2016. Mér þykir mjög vænt um Hjalteyri og fer í sjóinn og heita pottinn sem er þar og skoða skinnin og handverkið. Svo er Verksmiðjan með áhugaverðar nútímasýningar. Ég mæli með Dyngjunni-listhúsi með eigin litun og framleiðslu á vefnaði, hunangi og öðru.

Fyrir ferðamenn myndi ég mæla með að fara á Goðafoss en það er náttúrulega troðið á sumrin þegar það eru rútur og skemmtiferðaskip. Goðafoss er líka mjög magnaður foss. Hann eru orkumikill og fallegur og það eru orkuverur í landslaginu,“ segir Þóra Sólveig.

Þóra Sólveig með helgiathöfn á hálendinu.
Þóra Sólveig með helgiathöfn á hálendinu. Thora Solveig Bergsteinsdottir
mbl.is