Dúxaði í MA með 9,83 í einkunn

Útskriftir | 23. júní 2024

Dúxaði í MA með 9,83 í einkunn

Max Forster útskrifaðist af náttúrufræðibraut frá Menntaskólanum á Akureyri um síðustu helgi og dúxaði með 9,83 í einkunn. Hann stefnir á að fara í Háskólann í Reykjavík en er enn að velja á milli raforkuverkfræði og hugbúnaðarverkfræði. 

Dúxaði í MA með 9,83 í einkunn

Útskriftir | 23. júní 2024

Max Forster dúxaði Menntaskóla Akureyrar með 9,83.
Max Forster dúxaði Menntaskóla Akureyrar með 9,83. Ljósmynd/Aðsend

Max For­ster út­skrifaðist af nátt­úru­fræðibraut frá Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri um síðustu helgi og dúxaði með 9,83 í ein­kunn. Hann stefn­ir á að fara í Há­skól­ann í Reykja­vík en er enn að velja á milli raf­orku­verk­fræði og hug­búnaðar­verk­fræði. 

Max For­ster út­skrifaðist af nátt­úru­fræðibraut frá Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri um síðustu helgi og dúxaði með 9,83 í ein­kunn. Hann stefn­ir á að fara í Há­skól­ann í Reykja­vík en er enn að velja á milli raf­orku­verk­fræði og hug­búnaðar­verk­fræði. 

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Max lyk­il­inn á bak við ár­ang­ur­inn fyrst og fremst hafa verið skipu­lag og að hlusta vel í tím­um. 

Fé­lags­lífið ein­stakt

Max seg­ir MA vera frá­bær­an skóla, kenn­ar­arn­ir góðir og krakk­arn­ir skemmti­leg­ir. Hann seg­ir fé­lags­lífið vera frá­bært og tel­ur að bekkja­kerfið og söngsal­irn­ir eigi stór­an þátt í að gera fé­lags­lífið svo ein­stakt. 

Bjóstu við þessu?

„Nei, eða svona bæði og, ég vissi að það voru aðrir háir en það voru marg­ir að segja við mig að þeir héldu að ég væri dúx­inn," seg­ir Max. 

„Ég var mjög glaður.“

Spil­ar tölvu­leiki og fris­bí­golf

Max finnst skemmti­leg­ast að spila tölvu­leiki og frís­bí­golf í frí­tíma sín­um.  

„Það er bara alls kon­ar, sögu­leik­ir eins og Uncharted eru mjög skemmti­leg­ir en Call of Duty með vin­un­um klikk­ar aldrei,“ seg­ir Max spurður hvaða tölvu­leik­ir eru skemmti­leg­ast­ir. 

Að sögn Max finnst hon­um for­rit­un og eðlis­fræði mjög skemmti­leg en að stærðfræði sé upp­á­haldið hans. 

mbl.is