Ekki hægt að segja til um framhaldið

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 23. júní 2024

Ekki hægt að segja til um framhaldið

Enn er verið að kæla hraunið í Grindavík en Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir að verið sé að meta stöðuna hvern klukkutíma fyrir sig.

Ekki hægt að segja til um framhaldið

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 23. júní 2024

Hjördís segir eldgosið vera búið og hraunflæðið hægt.
Hjördís segir eldgosið vera búið og hraunflæðið hægt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enn er verið að kæla hraunið í Grindavík en Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir að verið sé að meta stöðuna hvern klukkutíma fyrir sig.

Enn er verið að kæla hraunið í Grindavík en Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir að verið sé að meta stöðuna hvern klukkutíma fyrir sig.

„Það er það sem er ekki hægt að segja til um þar sem þetta er náttúrulega náttúran sem við erum að tala um. Eldgosinu er lokið, má segja að þetta séu restar af því sem að kom upp,“ segir Hjördís, í samtali við mbl.is, spurð hvernig framhaldið líti út.

„Við erum bara með þetta dag frá degi, í raun og veru bara klukkutíma fyrir klukkutíma,“ bætir hún við.

Hraunspýja flæddi yfir varnargarðinn í gærkvöldi en Hjördís segir að slökkviliðsmenn hafi verið að kæla hraunið síðan þá.

Hjördís segir að það hafi tappast af einhverju í gærkvöldi þegar þau voru hætt vinnu þar en að hraunflæðið væri hægt.

Aðspurð segir Hjördís að þau muni hefja störf sín við varnargarðanna á ný í fyrramálið.

mbl.is