Hin fullkomna sunnudagssteik með kremuðu salati og grænpiparmajó

Uppskriftir | 23. júní 2024

Hin fullkomna sunnudagssteik með kremuðu salati og grænpiparmajó

Hér er á ferðinni einföld og góð uppskrift að hinni fullkomnu sunnudagssteik ásamt meðlæti, lambamínútusteik með kremuðu salati borin fram með grænpiparmajó og frönskum kartöflum að eigin vali. Uppskriftina er að finna á uppskriftavefnum Íslenskt lambakjöt og undirrituð er búin að prófa. Þetta bragðast ljómandi vel og það tekur stuttan tíma að töfra fram þessa máltíð.

Hin fullkomna sunnudagssteik með kremuðu salati og grænpiparmajó

Uppskriftir | 23. júní 2024

Lambamínútusteik með kremuðu salati borin fram með grænppiparmajó og frönskum …
Lambamínútusteik með kremuðu salati borin fram með grænppiparmajó og frönskum kartöflum. Ljósmynd/Íslenskt lambakjöt

Hér er á ferðinni ein­föld og góð upp­skrift að hinni full­komnu sunnu­dags­steik ásamt meðlæti, lamba­mín­útu­steik með kremuðu sal­ati bor­in fram með græn­pip­armajó og frönsk­um kart­öfl­um að eig­in vali. Upp­skrift­ina er að finna á upp­skrifta­vefn­um Íslenskt lamba­kjöt og und­ir­rituð er búin að prófa. Þetta bragðast ljóm­andi vel og það tek­ur stutt­an tíma að töfra fram þessa máltíð.

Hér er á ferðinni ein­föld og góð upp­skrift að hinni full­komnu sunnu­dags­steik ásamt meðlæti, lamba­mín­útu­steik með kremuðu sal­ati bor­in fram með græn­pip­armajó og frönsk­um kart­öfl­um að eig­in vali. Upp­skrift­ina er að finna á upp­skrifta­vefn­um Íslenskt lamba­kjöt og und­ir­rituð er búin að prófa. Þetta bragðast ljóm­andi vel og það tek­ur stutt­an tíma að töfra fram þessa máltíð.

Lamba­mín­útu­steik með kremuðu sal­ati bor­in fram með græn­pip­armajó og frönsk­um kart­öfl­um

Lamba­mín­útu­steik

  •  800 g þunn­ar sneiðar af lambi, svo­kölluð mín­útu­steik.
  •  2 msk. ólífu­olía
  •  2 hvít­lauks­geir­ar, kramd­ir
  •  ½ sítr­óna, börk­ur rif­inn fínt
  • ¼ tsk. sjáv­ar­salt
  •  ⅛ tsk. svart­ur pip­ar, nýmalaður
  • Kremað sal­at (upp­skrift fyr­ir neðan)
  • ¼ sítr­óna, skor­in í báta

Aðferð:

  1. Þunnt skorið lamba­kjöt af ýms­um bit­um hent­ar hér vel.
  2. Blandið ólífu­olíu, hvít­lauk og sítr­ónu­berki sam­an í lít­illi skál.
  3. Þerrið kjötið og setjið á fat.
  4. Hellið krydd­leg­in­um yfir og nuddið vel yfir allt kjötið.
  5. Hitið pönnu eða grill og hafið á háum hita.
  6. Saltið og steikið kjötið í 1-2 mín­út­ur. á hvorri hlið, eða eft­ir smekk.
  7. Kryddið með nýmuld­um pip­ar, setjið kjötið yfir á bretti með álp­app­ír yfir og látið hvíla í a.m.k. 5 mín­út­ur áður en það er borið fram með græn­pip­armajó, stökk­um kart­öfl­um og kremuðu sal­ati ásamt sítr­ónu til að kreista yfir ef vill.

Kremað sal­at

  •  1 skalot­lauk­ur, saxaður smátt
  •  ½ tsk. sjáv­ar­salt
  •  1 msk. rauðvín­se­dik
  •  3 msk. sýrður rjómi 18%
  •  150 ml ólífu­olía
  •  4 msk. graslauk­ur, fínt skor­inn
  •  1 romain sal­at, einnig hægt að nota jökla­sal­at
  •  ¼ tsk. svart­ur pip­ar, nýmalaður
  •  ½ sítr­óna, safi

Aðferð:

  1. Setjið skalot­lauk, ½ tsk. af salti og edik í skál og hrærið sam­an, látið standa við stofu­hita í 15 mín­út­ur
  2. Blandið sýrðum rjóma og ólífu­olíu sam­an við ásamt 2 msk. af graslauk.
  3. Rífið sal­atið gróft niður, þvoið og þerrið það vel. Setjið í skál og blandið sam­an við ½ tsk. af salti og svört­um pip­ar. Blandið sítr­ónusafa sam­an við sal­atið og setjið það yfir á disk.
  4. Dreypið sós­unni yfir sal­atið rétt áður en það er borið fram og sáldrið yfir rest­inni af graslaukn­um.

Græn­pip­armajó

  •  3 dl gott maj­ónes
  •  1 dl grísk jóg­úrt
  •  1 msk. græn­pip­ar (niðursoðinn)
  •  1 msk. hun­ang
  •  Sítr­ónusafi eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Saxið helm­ing­inn af pip­arn­um og hrærið all­an pip­ar­inn sam­an við maj­ónes, jóg­úrt og hun­ang.
  2. Smakkið til með salti og sítr­ónusafa.
  3. Geymið í kæli þar til sós­an er bor­in fram.
mbl.is