Jón og Hafdís seldu húsið á yfirverði

Heimili | 23. júní 2024

Jón og Hafdís seldu húsið á yfirverði

Jón Ragnar Jónsson, tónlistarmaður og hagfræðingur, og Hafdís Björk Jónsdóttir tannlæknir settu glæsihús sitt við Lindarbraut á sölu á dögunum. Um er að ræða 231,5 fm einbýli úr timbri sem reist var 1950. Árið 2000 var byggt við húsið.

Jón og Hafdís seldu húsið á yfirverði

Heimili | 23. júní 2024

Jón Ragnar Jónson og Hafdís Björk Jónsdóttir seldu einbýlishúsið við …
Jón Ragnar Jónson og Hafdís Björk Jónsdóttir seldu einbýlishúsið við Lindarbraut á 185 milljónir. mbl.is/Stella Andrea

Jón Ragnar Jónsson, tónlistarmaður og hagfræðingur, og Hafdís Björk Jónsdóttir tannlæknir settu glæsihús sitt við Lindarbraut á sölu á dögunum. Um er að ræða 231,5 fm einbýli úr timbri sem reist var 1950. Árið 2000 var byggt við húsið.

Jón Ragnar Jónsson, tónlistarmaður og hagfræðingur, og Hafdís Björk Jónsdóttir tannlæknir settu glæsihús sitt við Lindarbraut á sölu á dögunum. Um er að ræða 231,5 fm einbýli úr timbri sem reist var 1950. Árið 2000 var byggt við húsið.

Hanna Stína innanhússarkitekt hannaði húsið að innan fyrir fyrri eigendur og er húsið hið glæsilegasta. Þegar húsið fór á sölu var ásett verð 182.000.000 kr.

Húsið seldist hins vegar á yfirverði eða þremur milljónum yfir uppsettu verði þegar Daði Laxdal Gautason og móðir hans, Hildigunnur Hilmarsdóttir, keyptu húsið en þau greiddu fyrir það 185.000.000 kr.

Það skal engan undra að slegist hafi verið um hvítu höllina enda er hún með eindæmum falleg! 

mbl.is