Brot af því besta á Norðurlandi

Ferðumst innanlands | 24. júní 2024

Brot af því besta á Norðurlandi

Hið stórbrotna Norðurland ætti ekki að svíkja fólk í sumar enda má finna þar guðdómlega náttúru, ljúffengan mat og enn betri baðstaði.

Brot af því besta á Norðurlandi

Ferðumst innanlands | 24. júní 2024

Brot af því besta á Norðurlandi.
Brot af því besta á Norðurlandi. Samsett mynd

Hið stórbrotna Norðurland ætti ekki að svíkja fólk í sumar enda má finna þar guðdómlega náttúru, ljúffengan mat og enn betri baðstaði.

Hið stórbrotna Norðurland ætti ekki að svíkja fólk í sumar enda má finna þar guðdómlega náttúru, ljúffengan mat og enn betri baðstaði.

Hvítserkur

Hvítserkur er klettur í sjó við vestanverðan botn Húnafjarðar í Vestur-Húnavatnssýslu. Kletturinn er 15 metra hár og hvítur af fugladriti en þaðan kemur nafnið líklega. Þjóðsagan segir hins vegar að Hvítserkur hafi verið tröll sem bjó norður á Ströndum sem vildi brjóta niður kirkjuklukkur Þingeyraklausturskirkju.

Sælkerabúðin Vellir

Sælkerabúðin Vellir í Svarfaðardal er algjör perla en þar er að finna alls kyns gúmmelaði sem alvörusælkerar kunna að meta.

Vellir í Svarfaðadal.
Vellir í Svarfaðadal. Ljósmynd/Facebook

Sushi á Rub 23

Ekki borða bara pylsur í fríinu. Gerðu vel við þig og pantaðu borð á Rub 23 á Akureyri. Þar er hægt að fá eitt besta sushi á landinu.

Girnilegt Sushi á Rub 23.
Girnilegt Sushi á Rub 23. Ljósmynd/Rub 23

Skógarböðin

Skógarböðin eru eitt nýjasta baðlón landins. Enginn aðdáandi baðlóna og fallegs útsýnis má láta böðin fram hjá sér fara í sumar. Fullkomið er að verja kvöldstund í Skógarböðunum.

Skógarböðin.
Skógarböðin. Aðsend/Axel Þórhallsson

Sundlaugin á Hofsósi

Sundlaugin á Hofsósi er ein fallegasta sundlaug landsins. Þegar synt er frá suðri til norðurs rennur laugin saman við hafflötinn neðan hennar með beina stefnu á Drangey.

Í sumarblíðu við Hofsós.
Í sumarblíðu við Hofsós. mbl.is/Sigurgeir

Hvalaskoðun á Húsavík

Einn besti staðurinn til að fara í hvalaskoðun er út frá Húsavík. Það er ekki hægt að fá leið á því að skoða hvali og það jafnast ekkert á við að skoða þá í sínu náttúrulega umhverfi.

Hvalaskoðun.
Hvalaskoðun. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Bakaríið á Siglufirði

Matur þarf ekki alltaf að vera dýr til þess að vera góður. Eitt strangheiðarlegasta bakarí landsins er að finna á Siglufirði. Í bakaríinu má fá mjög góða hnúta og fáránlega góðar langlokur.

Siglufjörður.
Siglufjörður. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is