117 ágreiningsseðlar teknir fyrir: Halla réttkjörin

Forsetakosningar 2024 | 25. júní 2024

117 ágreiningsseðlar teknir fyrir: Halla réttkjörin

Landskjörstjórn hefur kveðið upp úrskurði sína vegna ágreiningsseðla sem skilað var inn í forsetakosningunum þann 1. júní síðastliðinn og kjör Höllu Tómasdóttur hefur verið staðfest. 117 ágreiningsseðlar voru teknir fyrir. 

117 ágreiningsseðlar teknir fyrir: Halla réttkjörin

Forsetakosningar 2024 | 25. júní 2024

Landskjörstjórn kom saman í Þjóðminjasafninu í dag 25. júní.
Landskjörstjórn kom saman í Þjóðminjasafninu í dag 25. júní. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landskjörstjórn hefur kveðið upp úrskurði sína vegna ágreiningsseðla sem skilað var inn í forsetakosningunum þann 1. júní síðastliðinn og kjör Höllu Tómasdóttur hefur verið staðfest. 117 ágreiningsseðlar voru teknir fyrir. 

Landskjörstjórn hefur kveðið upp úrskurði sína vegna ágreiningsseðla sem skilað var inn í forsetakosningunum þann 1. júní síðastliðinn og kjör Höllu Tómasdóttur hefur verið staðfest. 117 ágreiningsseðlar voru teknir fyrir. 

Ástríður Jóhannesdóttir, framkvæmdastýra Landskjörstjórnar, segir fund kjörstjórnar í Þjóðminjasafninu í morgun hafa gengið vel fyrir sig. Leyst hafi verið úr öllum ágreiningsseðlum og ákvarðanir kjördæmakjörstjórna hafi ýmist verið staðfestar eða snúið við. Frambjóðendum og umboðsmönnum þeirra var boðið á fundinn. 

Á dagskrá var að úrskurða um ágreiningsatkvæði og úrslit kosninganna. 

„Það voru kveðnir upp þrír úrskurðir vegna ágreiningsatkvæða frá Reykjavík Norður, Reykjavík Suður og Norðvesturkjördæmi og svo voru þeir úrskurðir undirritaðir. Svo er úrslitum forsetakjörsins lýst í samræmi við 120. grein kosningalaga og í raun lesin upp staðfesting á kjöri forseta þar sem er vísað til ákvæða stjórnarskrár og kosningalaganna og að Halla Tómasdóttir hafi verið löglega kjörin forseti," segir Ástríður. 

Flestir seðlarnir staðfestir ógildir

Spurð segir hún eitt atkvæði hafa flokkast sem ágreiningsatkvæði í Norðvesturkjördæmi og ákvörðun yfirkjörstjórnar þar staðfest. Í Reykjavík Norður hafi það verið 57 seðlar, úrskurðað um þá í nokkrum knippum, og allar ákvarðanir yfirkjörstjórnar staðfest nema ein. Í Reykjavík Suður hafi 59 ágreiningsatkvæði verið tekin fyrir og allar ákvarðanir staðfestar nema er varðaði eitt atkvæði sem var metið gilt. 

„Það var í flestum tilvikum um að ræða seðla sem voru staðfestir ógildir og það voru nokkrir í báðum úrskurðum sem höfðu verið úrskurðaðir gildir. Í sitt hvorum úrskurðinum voru atkvæði úrskurðuð gild sem yfirkjörstjórn hafi úrskurðað ógild en þau voru í báðum tilvikum greidd Höllu Tómasdóttur," segir Ástríður. 

Staðfestingu Landskjörstjórnar á kjöri Höllu Tómasdóttur í embætti forseta Íslands má sjá með því að smella hér. 

mbl.is