Leik- og söngkonan Jennifer Lopez lét lítið fyrir sér fara þegar hún flaug frá Napólí til Parísar um helgina. Lopez kaus að fljúga meðal almennings í staðinn fyrir að fljúga á fyrsta farrými.
Leik- og söngkonan Jennifer Lopez lét lítið fyrir sér fara þegar hún flaug frá Napólí til Parísar um helgina. Lopez kaus að fljúga meðal almennings í staðinn fyrir að fljúga á fyrsta farrými.
Leik- og söngkonan Jennifer Lopez lét lítið fyrir sér fara þegar hún flaug frá Napólí til Parísar um helgina. Lopez kaus að fljúga meðal almennings í staðinn fyrir að fljúga á fyrsta farrými.
Lopez var að koma úr fríi á Ítalíu og var á leiðinni á tískuvikuna í París. Hún flaug með flugfélaginu KLM að því fram kemur á vef Daily Mail en hollenska flugfélagið býður upp á mismunandi sætagæði. Flugið er aðeins tveir klukkutímar og tuttugu mínútur og lét stórstjarnan sér að góðu að dúsa í hefðbundnu sæti í þennan stutta tíma.
Stjarnan sem sat við glugga var klædd í víða hvíta peysu og hvítar íþróttabuxur. Hún var með fína hönnunartösku í handfarangri en Lopez tók frá sér sæti fyrir töskuna. Lífvörður hennar sat við ganginn og passaði upp á stjörnuna.
Lopez er sögð hafa notið þess að fara í stutt frí og var í góðum gír á Ítalíu þrátt fyrir skilnaðarorðróminn sem er á allra vörum.