Katy Perry djörf á tískuvikunni í París

Poppkúltúr | 25. júní 2024

Katy Perry djörf á tískuvikunni í París

Tónlistarkonan Katy Perry lét sig ekki vanta á Vogue World á tískuvikunni í París sem lauk á sunnudagin 23. júní. Hún kom gestum heldur betur á óvart þegar hún mætti í leðurkjól með bleikum rósum á sem huldi lítið annað en hennar allra viðkvæmustu líkamsparta.

Katy Perry djörf á tískuvikunni í París

Poppkúltúr | 25. júní 2024

Tónlistarkonan Katy Perry.
Tónlistarkonan Katy Perry. AFP

Tónlistarkonan Katy Perry lét sig ekki vanta á Vogue World á tískuvikunni í París sem lauk á sunnudagin 23. júní. Hún kom gestum heldur betur á óvart þegar hún mætti í leðurkjól með bleikum rósum á sem huldi lítið annað en hennar allra viðkvæmustu líkamsparta.

Tónlistarkonan Katy Perry lét sig ekki vanta á Vogue World á tískuvikunni í París sem lauk á sunnudagin 23. júní. Hún kom gestum heldur betur á óvart þegar hún mætti í leðurkjól með bleikum rósum á sem huldi lítið annað en hennar allra viðkvæmustu líkamsparta.

Söngkonan var einn af leynigestum kvöldsins en enginn bjóst við að hún myndi ganga tískupallana sem að þessu sinni var almemnningstorg í miðborg Parísar. Torgið varð sjóðheitt þegar Perry gekk þar um við trommuslátt og óhætt er að segja að hún geislaði af öryggi enda hefur nekt sjaldan truflað hana.

View this post on Instagram

A post shared by KATY PERRY (@katyperry)

Leðurkjóllinn sem Perry klæddist er frá japanska tískuhúsinu Noir Kei Ninomiya en hönnunin hefur vakið mikla athygli þar sem útpælt mynstur kjólsins myndar falleg blóm sem fer vel við rósirnar á pilsinu.

Þar sem Ólympíuleikarnir í París eru handan við hornið var þema Vogue World tískuviðburðarins í ár tileinkað samspili íþrótta og tískunnar frá 1920 til dagsins í dag. Stærstu frönsku hönnuðirnir og söguleg tískuhús tjölduðu öllu til fyrir íþróttafólkið, listafólkið, leynigestina og fyrir sæturnar sem voru um 500 talsins og gengu um torgið í listaverkum þeirra.

People

View this post on Instagram

A post shared by Vogue (@voguemagazine)

mbl.is