„Ég var mjög leiður og reiður“

Frægir á ferð | 26. júní 2024

„Ég var mjög leiður og reiður“

Einkaþjálfarinn Guðmundur Emil Jóhannsson, betur þekktur sem Gummi Emil, segist hafa frétt það af DV.is að hann hefði fengið dóm fyrir að keyra próflaus. Hann var dæmdur í 30 daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir athæfið. 

„Ég var mjög leiður og reiður“

Frægir á ferð | 26. júní 2024

Gummi Emil ætlar að halda áfram með lífið þrátt fyrir …
Gummi Emil ætlar að halda áfram með lífið þrátt fyrir að á móti blási. mbl.is/Eyþór

Einkaþjálfarinn Guðmundur Emil Jóhannsson, betur þekktur sem Gummi Emil, segist hafa frétt það af DV.is að hann hefði fengið dóm fyrir að keyra próflaus. Hann var dæmdur í 30 daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir athæfið. 

Einkaþjálfarinn Guðmundur Emil Jóhannsson, betur þekktur sem Gummi Emil, segist hafa frétt það af DV.is að hann hefði fengið dóm fyrir að keyra próflaus. Hann var dæmdur í 30 daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir athæfið. 

Hann ætlar að halda áfram að vera hann sjálfur þrátt fyrir að á móti blási. 

„Ég frétti þetta af DV, það var ekki búið að upplýsa mig um þetta. Þeir sem komu með bréfið til mín sögðu að ég þyrfti ekkert að mæta fyrir dóm. Síðan fannst mér þetta ömurlegt, ég var mjög leiður og reiður. Síðan leið mér bara vel og tók ég þetta í sátt,“ segir Gummi þegar hann er spurður út í hvernig honum leið þegar hann frétti af dómnum. Hann segist ekki sjá eftir því að hafa ekki komið fyrir dóm. Hann reynir þess í stað að einbeita sér að núinu og framtíðinni. 

Og hvað er það besta sem þú getur gert núna?

„Ég ætla gera það besta núna og einbeita mér að því að gera það besta á hverjum degi. Það er það að halda áfram að vera ég sjálfur. Veita frá mér góða og jákvæða orku og veita öðrum innblástur,“ segir Gummi. 

„Þó á móti stundum blási þá held ég samt fókusnum á lási,“ segir Gummi vera mottó sem hann heldur fast í og á vel við núna. 

„Sá eini sem getur dregið þig niður ert þú sjálfur. Svo lengi sem ég veit að ég er að gera góða hluti og er að gera það besta fyrir mig þá er ég að gera það besta fyrir aðra. Mótlæti verður alltaf til staðar í lífinu og það verða alltaf hindranir. Ætlarðu að lifa í eftirsjá eða skömm? Eða skapa fallegan veruleika þar sem þú sjálfur ert stjórnandinn?“ Spyr Gummi að lokum. Svar hans við þessari spurningu er einfalt. Hann ætlar að halda áfram að vera stjórnandinn í eigin lífi. 

mbl.is