Kartöflusalatið hennar Dagnýjar með Curtido

Uppskriftir | 26. júní 2024

Kartöflusalatið hennar Dagnýjar með Curtido

Þá er komið að súrkálssalati vik­unn­ar frá súrkálsdrottningunni Dag­nýju Her­manns­dótt­ur sem veit allt um súr­kál. Að þessu sinni er deil­ir hún með les­end­um Mat­ar­vefs­ins kartöflusalati með Curtido en það er alveg stórsniðugt að nota smátt skorið súrkál í stað relish í kartöflusalöt og bæta í hollustuna.

Kartöflusalatið hennar Dagnýjar með Curtido

Uppskriftir | 26. júní 2024

Súrkálssalat vikunnar er kartöflusalat með Curtido.
Súrkálssalat vikunnar er kartöflusalat með Curtido. Samsett mynd

Þá er komið að súrkálssalati vik­unn­ar frá súrkálsdrottningunni Dag­nýju Her­manns­dótt­ur sem veit allt um súr­kál. Að þessu sinni er deil­ir hún með les­end­um Mat­ar­vefs­ins kartöflusalati með Curtido en það er alveg stórsniðugt að nota smátt skorið súrkál í stað relish í kartöflusalöt og bæta í hollustuna.

Þá er komið að súrkálssalati vik­unn­ar frá súrkálsdrottningunni Dag­nýju Her­manns­dótt­ur sem veit allt um súr­kál. Að þessu sinni er deil­ir hún með les­end­um Mat­ar­vefs­ins kartöflusalati með Curtido en það er alveg stórsniðugt að nota smátt skorið súrkál í stað relish í kartöflusalöt og bæta í hollustuna.

„Svona salat er stórgott fyrir þarmaflóruna, því ekki er nóg með að súrkálið innihaldi ógrynni af góðgerlum (probiotic) heldur eru innihalda kaldar soðnar kartöflur þolna sterkju (prebiotic) sem örverurnar í þörmunum okkar elska,“ segir Dagný með bros á vör.

„Þetta er einstaklega gott kartöflusalat en fyrir þau sem ekki eru gefin fyrir kartöflur er kjörið að skera ferskt blómkál smátt og nota í staðinn. Salatið geymist i nokkra daga í kæli,“ segir Dagný að lokum.

Kartöflusalatið hennar Dagnýjar lítur vel út.
Kartöflusalatið hennar Dagnýjar lítur vel út. mbl.is/Eyþór Árnason

Kartöflusalat með Curtido

  • 500 g soðnar og kældar kartöflur
  • 150 g Curtido súrkál
  • 150 g epli
  • 100- 120 g majónes eða blanda af majónesi og sýrðum rjóma
  • 30 g rauðlaukur
  • Salt og pipar eftir smekk
  • Graslaukur ef hann er við hendina, saxaður

Ef vill er hægt að bæta þessu út í

  • 1-2 tsk. sinnep
  • 1-2 tsk. karrí
  • 1-2  harðsoðin egg

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hræra majónesið/sýrða rjómann í skál.
  2. Saxið Curtido fremur smátt.
  3. Skerið kartöflurnar í bita.
  4. Sneiðið rauðlaukinn þunnt og eplið í teninga eða strimla.
  5. Setjið allt saman ofan í skálina með majónesinu og blandið saman.
  6. Smakkið til með smá salti og pipar.
  7. Ef þið viljið krydda meira þá er lag að bæta karrí út í og einnig sinnepi og eggjum en alls ekki nauðsynlegt.
  8. Berið fram í fallegri skál á fæti og skreytið með graslauk. 
mbl.is