Kristján Hreinsson kærir RÚV til ráðherra

Íslenska | 26. júní 2024

Kristján Hreinsson kærir RÚV til ráðherra

Kristján Hreinsson rithöfundur hefur lagt fram kæru á hendur Ríkisútvarpinu til Lilju Daggar Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra.

Kristján Hreinsson kærir RÚV til ráðherra

Íslenska | 26. júní 2024

Hann segir að notkun sumra blaðamanna RÚV á íslensku gangi …
Hann segir að notkun sumra blaðamanna RÚV á íslensku gangi gegn lagaákvæðum um að leggja rækt við tungumálið. Samsett mynd

Kristján Hreinsson rithöfundur hefur lagt fram kæru á hendur Ríkisútvarpinu til Lilju Daggar Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra.

Kristján Hreinsson rithöfundur hefur lagt fram kæru á hendur Ríkisútvarpinu til Lilju Daggar Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra.

Tilefnið er vegna meintra lögbrota RÚV við notkun sumra blaðamanna stofnunarinnar á kynhlutlausu málfari.

Þetta kemur fram í færslu Kristjáns á Facebook.

Einhliða ákvörðun um að breyta íslenskri tungu

„Mál mitt lýtur að meintum lögbrotum sem snúa að einhliða ákvörðun starfsmanna RÚV, um að breyta íslenskri tungu, fyrst og fremst með því að auka notkun hvorugkyns og draga úr notkun karlkyns í nafni kynhlutleysis í málfari, sem byggir á misskilningi um kynhlutleysi hins málfræðilega karlkyns,“ skrifar hann á Facebook.

Hann segir að þessi leið starfsmannanna gangi gegn lagaákvæðum um að leggja rækt við íslensku og viðhafa lýtalaust málfar.

Óskar hann eftir því að Lilja taki kæruna til umfjöllunar á grundvelli ákvæði laga um RÚV.

mbl.is