Aðalmeðferð í hinu svokallaða Sæmarksmáli hefst 28. nóvember og er áætluð í tvo daga. Verjandi Sigurðar Gísla Björnssonar sagði ný gögn renna stoðum undir frávísunarkröfu vegna meints vanhæfis rannsóknarmanns.
Aðalmeðferð í hinu svokallaða Sæmarksmáli hefst 28. nóvember og er áætluð í tvo daga. Verjandi Sigurðar Gísla Björnssonar sagði ný gögn renna stoðum undir frávísunarkröfu vegna meints vanhæfis rannsóknarmanns.
Aðalmeðferð í hinu svokallaða Sæmarksmáli hefst 28. nóvember og er áætluð í tvo daga. Verjandi Sigurðar Gísla Björnssonar sagði ný gögn renna stoðum undir frávísunarkröfu vegna meints vanhæfis rannsóknarmanns.
Þetta kom fram í fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í morgun.
Í málinu eru Sigurður Gísli og tveir aðrir karlmenn ákærðir fyrir stórfellt skattalagabrot sem tengist rekstri fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmarks-Sjávarafurða ehf. á árunum 2010 til 2017.
Áætlað er að aðalmeðferð standi yfir dagana 28.-29. nóvember.
Frávísunarkrafa, sem lögmaður Sigurðar Gísla hafði lagt fram á fyrri stigum málsins, var hafnað af héraðsdómara þann 26. mars.
Byggðist sú krafa á því að Páll Jónsson rannsóknarmaður hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins hafi verið vanhæfur að lögum til að rannsaka málið.
Verjandi Sigurðar lagði fram greinargerð í morgun og vakti athygli á því að hann telji ný gögn sanna enn frekar að rannsóknarmaðurinn hafi verið vanhæfur til rannsóknar málsins.
Dómari hefur heimild til að endurskoða fyrri úrskurð ef hann telur að ný gögn réttlæti slíkt.
Vörnin hefur sagt að Páll Jónsson hafi starfað sem löglærður fulltrúi eiganda lögfræðistofunnar Nordik Legal á árinu 2011 til 2013. Einn eigenda lögmannsstofunnar sé Andri Gunnarsson lögmaður, en Andri hafði stöðu grunaðs manns við rannsókn skattrannsóknarstjóra á málefnum Sæmarks-Sjávarafurða og Sigurðar Gísla. Hann var ekki ákærður.
Segir vörnin enn fremur að í störfum sínum sem fulltrúi Andra hafi Páll sinnt ýmsum lögfræðilegum verkefnum fyrir Sigurð Gísla og Sæmark-Sjávarafurðir og m.a. séð um alla skjalagerð vegna stofnunar samlagsfélagsins Flutnings og Miðlunar, sem stofnað var 2011.
Er Sigurður sakaður um að hafa komist hjá því að greiða tæplega hálfan milljarð í skatta eftir að hafa tekið tæplega 1,1 milljarð út úr rekstri félagsins og komið fyrir í aflandsfélögum sem hann átti.
Einnig er hann sakaður um að hafa komist hjá því að greiða yfir 100 milljónir í skatta í tengslum við rekstur Sæmarks með því að hafa vanframtalið tekjur félagsins og launagreiðslur starfsmanna upp á samtals 1,1 milljarð og þar með komist hjá því að greiða 81,8 milljónir í tryggingagjald.
Sigurður neitar sök í málinu.