Föstudagspítsan: Ekta sikileysk pítsa úr smiðju Árna

Uppskriftir | 28. júní 2024

Föstudagspítsan: Ekta sikileysk pítsa úr smiðju Árna

Heiðurinn af föstudagspítsunni að þessu sinni á Árni Þorvarðarson bakari og fagstjóri við Hótel- og matvælaskólann í Kópavogi. Hann elskar að baka pítsur og veit fátt skemmtilegra að koma með nýjar útfærslur. Að þessu sinni býður Árni lesendum upp á sikileyska pítsu sem á sér langa sögu en Sikiley er þekkt fyrir að halda í matarhefðir langt út í ættir.

Föstudagspítsan: Ekta sikileysk pítsa úr smiðju Árna

Uppskriftir | 28. júní 2024

Pítsurnar hans Árna Þorvarðarsonar hafa ýmist fengið nafnið Pabbapítsur eða …
Pítsurnar hans Árna Þorvarðarsonar hafa ýmist fengið nafnið Pabbapítsur eða Járnkarlapítsur. Föstudagspítsan að þessu sinni á uppruna sinn að rekja til Sikiley. Samsett mynd

Heiðurinn af föstudagspítsunni að þessu sinni á Árni Þorvarðarson bakari og fagstjóri við Hótel- og matvælaskólann í Kópavogi. Hann elskar að baka pítsur og veit fátt skemmtilegra að koma með nýjar útfærslur. Að þessu sinni býður Árni lesendum upp á sikileyska pítsu sem á sér langa sögu en Sikiley er þekkt fyrir að halda í matarhefðir langt út í ættir.

Heiðurinn af föstudagspítsunni að þessu sinni á Árni Þorvarðarson bakari og fagstjóri við Hótel- og matvælaskólann í Kópavogi. Hann elskar að baka pítsur og veit fátt skemmtilegra að koma með nýjar útfærslur. Að þessu sinni býður Árni lesendum upp á sikileyska pítsu sem á sér langa sögu en Sikiley er þekkt fyrir að halda í matarhefðir langt út í ættir.

Má rekja til 17. aldar

„Sikileysk pítsa kemur eins og nafnið gefur til kynna frá Sikiley á Ítalíu. Sikiley er eyja staðsett í Miðjarðarhafinu og er þekkt fyrir ríkar matreiðsluhefðir. Pítsustílinn má rekja aftur til 17. aldar þegar tómatar voru kynntir til Ítalíu frá nýja heiminum. Upprunalega sikileyska pítsan, þekkt sem „sfincione,“ var talsvert frábrugðin pítsunni sem við þekkjum í dag. Sfincione var einfalt flatbrauð með hráefnum eins og tómötum, lauk, ansjósu og brauðraspi. Það var venjulega bakað í viðarofni og borið fram sem snarl eða götumatur. Með tímanum þróaðist sfincione í sikileysku pítsuna sem við þekkjum í dag. Deigið varð þykkara og var bakað á rétthyrndri pönnu, sem myndaði matarmikla og efnismikla pitsu. Áleggið stækkaði einnig til að innihalda ýmislegt kjöt, grænmeti og osta, sem gerði það að fjölbreyttari og bragðmeiri rétti. Sikileysk pítsa náði vinsældum í Bandaríkjunum snemma á 20. öld þegar ítalskir innflytjendur tóku með sér matarhefðir sínar. Það varð fljótt uppáhald meðal ítalska-ameríska samfélagsins og dreifðist að lokum til annarra hluta landsins. Í dag er sikileysk pítsa notuð um allan heim og hefur orðið vinsæll pítsastíll þekktur fyrir þykka skorpu, rausnarlegt álegg og ljúffengt bragð,“ segir Árni og bætir við að útipítsaofnarnir sér fullkomnir til að baka sikileyska pítsu.

Þessi er ekta frá Sikiley, þykkbotna með heimagerðri tómatmauksósu, pepperóní …
Þessi er ekta frá Sikiley, þykkbotna með heimagerðri tómatmauksósu, pepperóní og osti. Ljósmynd/Árni Þorvarðarson

Þykkbotna Sikileyjar pítsa

  • 592 g pitsahveiti            
  • 7 g þurrger        
  • 12 g salt                                
  • 47 g ólífuolía                     
  • 332 g vatn         

Ofan á pítsuna

  • Tómatmauksósa (sjá uppskrift fyrir neðan)
  • Rifinn ostur
  • Pepperóní

Aðferð:               

  1. Vigtið allt saman í skál.
  2. Notið krók og hrærið í 4 mínútur á 30% hraða og 4 mínútur á 60% hraða.
  3. Setjið olíu í form of skiptið deiginu í formin. Helst eru notuð álform sem hægt er að setja á grillið og hita upp.
  4. Leyfið deiginu að standa við stofuhita í um það bil 60 mínútur vel húðað af olíu.
  5. Þrýstið út með puttunum þar til deigið nær út í allt formið.
  6. Stundum þarf að endurtaka hvíldartímann.
  7. Setjið inn í kæli í 12 tíma.
  8. Smyrjið með tómatmauksósu, rifnum osti og pepperóní.
  9. Leyfið deiginu að stækka aðeins áður en það er bakað. Við 210°C hita í 12 mínútur. Eða í pítsaofni á kaldasta svæðinu í ofninum, gott er að setja álpappír yfir svo brauðið brenni ekki að ofan.
  10. Þegar pítsan hefur kólnað er hún skorin niður í flottar stærðir.
  11. Gott er að hita aftur upp á grillinu með mat.

Pítsamauksósan

  • 3 stk. afhýddir tómatar                               
  • 1 tsk. salt                                                                 
  • 15 fersk basilíkulauf                    
  • Ólífuolía eftir smekk 

Aðferð:

  1. Blandið öllu saman í matreiðsluvél og maukið.
  2. Hægt að krydda eftir smekk.
mbl.is