Aðeins tók eitt ár að fylla nýtt húsnæði heilsugæslunnar á Kirkjusandi. Helmingur af þeim 15.600 manns sem eru skráðir á stöðinni búa utan svæðisins sem hún á að sinna. Heilsugæslan er því hætt að taka á móti nýjum sjúklingum frá öðrum svæðum. Fleiri hundruð íbúðir rísa í hverfinu á næstu árum.
Aðeins tók eitt ár að fylla nýtt húsnæði heilsugæslunnar á Kirkjusandi. Helmingur af þeim 15.600 manns sem eru skráðir á stöðinni búa utan svæðisins sem hún á að sinna. Heilsugæslan er því hætt að taka á móti nýjum sjúklingum frá öðrum svæðum. Fleiri hundruð íbúðir rísa í hverfinu á næstu árum.
Aðeins tók eitt ár að fylla nýtt húsnæði heilsugæslunnar á Kirkjusandi. Helmingur af þeim 15.600 manns sem eru skráðir á stöðinni búa utan svæðisins sem hún á að sinna. Heilsugæslan er því hætt að taka á móti nýjum sjúklingum frá öðrum svæðum. Fleiri hundruð íbúðir rísa í hverfinu á næstu árum.
Heilsugæslan var áður í 680 fermetrum á miðhæðinni í Lágmúla 4. Starfsemin var flutt í 1.500 fermetra húsnæði á Kirkjusandi í maí 2022, en húsnæðið í Lágmúla var orðið allt of lítið undir starfsemina.
Áætlað var að heilsugæslan gæti sinnt 15.000 manns í nýju húsnæði en það tók ár að fara upp í þann fjölda.
Frá þessu segir Oddur Steinarsson, framkvæmdastjóri Heilsugæslunnar á Kirkjusandi, heimilislæknir og varaformaður Læknafélags Íslands, í samtali við mbl.is.
„[Heilsugæslan á Kirkjusandi] er hönnuð fyrir allt að 15.000 manns. Við sóttum um það við ráðuneytið að stoppa listun utan okkar upptökusvæðis þegar skráning var komin upp í þá tölu, því það er mikið af nýju húsnæði í byggingu á okkar svæði,“ segir Oddur.
Hann segir að fleiri hundruð íbúðir verði byggðar á upptökusvæði Heilsugæslunnar á Kirkjusandi á næstu tveimur til þremur árum.
Nefnir hann íbúðir í Sigtúni, Suðurlandsbraut og á reitnum þar sem verið er að rífa Íslandsbankahúsið gamla. Heimilt er að byggja allt að 225 íbúðir á þeirri lóð.
„Þannig að við munum fá til okkar nokkur þúsund skjólstæðinga í viðbót, bara af svæðinu okkar,“ segir Oddur.
„Okkur ber að sinna okkar þjónustusvæði, en helmingur okkar skjólstæðinga er utan þess svæðis. Það flæðir inn á okkur af öðrum svæðum út af ástandinu annars staðar,” segir Oddur.
Bendir hann á að víða sé slæmt ástand varðandi mönnun í heilbrigðiskerfinu. Hann segir að takmörg séu fyrir því hvað fólk getur gert ef það á að gera það þannig að það sé unnið á vandaðan hátt.
„Maður vill geta sinnt sínu fólki sómasamlega. Það er það sem heimilislækningar byggjast á, ekki reddingum daginn út og daginn inn. Við getum ekki keyrt okkar lækna, hjúkrunarfræðinga eða aðra í þrot,“ segir Oddur.
„Þetta er ekki mér að skapi, en þetta er neyðarráðstöfun að óska eftir listunarstoppi,“ segir Oddur en bætir við: „Ef það koma einhverjir inn á vaktina, slasaðir eða annað, þá náttúrulega sinnum við þeim.“