„Það mun éta þig upp að innan“

Kóngafólk í fjölmiðlum | 28. júní 2024

„Það mun éta þig upp að innan“

Harry prins talaði um sorgina við stofnanda góðgerðasamtaka sem hjálpa fjölskyldum hermanna sem glíma við ástvinamissi.

„Það mun éta þig upp að innan“

Kóngafólk í fjölmiðlum | 28. júní 2024

Harry Bretaprins hefur þurft að vinna úr sorginni líkt og …
Harry Bretaprins hefur þurft að vinna úr sorginni líkt og fleiri. AFP

Harry prins talaði um sorgina við stofnanda góðgerðasamtaka sem hjálpa fjölskyldum hermanna sem glíma við ástvinamissi.

Harry prins talaði um sorgina við stofnanda góðgerðasamtaka sem hjálpa fjölskyldum hermanna sem glíma við ástvinamissi.

„Maður sannfærir sig um að manneskjan sem er farin frá vill mann eða að maður þurfi að vera leiður eins lengi og mögulegt er til þess að sanna fyrir þeim að þeirra sé saknað,“ sagði Harry en hann var tólf ára þegar hann missti móður sína Díönu prinsessu.

„En svo áttar maður sig á því að þau hljóti að vilja að maður sé hamingjusamur.“

Í myndbandi sem samtökin Scotty’s Little Soldiers birtu frá samtali stofnandans, Nikki Scott, og Harry prins lýsir Scott því hversu erfitt það var að segja ungum syni sínum frá því að faðir hans hafði dáið í Afganistan. 

„Heimur hans hrundi. Það var verst. Hvernig segir maður fimm ára barni svona?,“ spurði Scott.

„Það erfiðasta, sérstaklega fyrir börn, er að tala um þetta. Þau segja: „Ég vil ekki tala um þetta því þá verð ég leiður. En þegar maður áttar sig á því að með því að tala um þetta þá er maður að heiðra líf þeirra, þá verður þetta auðveldara. Í stað þess að ákveða bara að besta leiðin til að meðhöndla missinn sé að tala ekki um hann.“

Prinsinn leggur áherslu á hversu erfitt það getur verið fyrir fólk að opna sig um sorgina sem það upplifir. „Hvert einasta varnarkerfi í huganum og taugakerfinu er að segja þér að „fara ekki þangað“. 

„En það er ekki hægt að bæla þetta niður að eilífu. Það mun éta þig upp að innan,“ segir Harry.

Harry prins við jarðaför móður sinnar 1997.
Harry prins við jarðaför móður sinnar 1997. AFP
mbl.is