Tryllt marensbomba sem á eftir að gera allt vitlaust

Uppskriftir | 28. júní 2024

Tryllt marensbomba sem á eftir að gera allt vitlaust

Þessi marengsterta er í einu orði sagt tryllingslega góð. Hún er ekki ólík marensbombunni fyrstu sem kom á sjónarsviðið fyrir einhverjum áratugum nema þessi er miklu tryllingslegri og inniheldur syndsamlega mikið af sælgæti sem erfitt er að hætta að borða. Andrea Gunnarsdóttir köku- og matarbloggari sem heldur úti sinni eigin síðu gerði þessa bombu og segist oft hafa gert álíka bombur en þessi hafi slegið öll met. Þetta marensbotn með súkkulaðimús, rjóma, bingókúlusósu, stökkum Rice Keispies bitum og jarðarberjum.

Tryllt marensbomba sem á eftir að gera allt vitlaust

Uppskriftir | 28. júní 2024

Tryllingslega góð marensbomba stútfull af sælgæti.
Tryllingslega góð marensbomba stútfull af sælgæti. Ljósmynd/Andrea Gunnarsdóttir

Þessi marengsterta er í einu orði sagt tryllingslega góð. Hún er ekki ólík marensbombunni fyrstu sem kom á sjónarsviðið fyrir einhverjum áratugum nema þessi er miklu tryllingslegri og inniheldur syndsamlega mikið af sælgæti sem erfitt er að hætta að borða. Andrea Gunnarsdóttir köku- og matarbloggari sem heldur úti sinni eigin síðu gerði þessa bombu og segist oft hafa gert álíka bombur en þessi hafi slegið öll met. Þetta marensbotn með súkkulaðimús, rjóma, bingókúlusósu, stökkum Rice Keispies bitum og jarðarberjum.

Þessi marengsterta er í einu orði sagt tryllingslega góð. Hún er ekki ólík marensbombunni fyrstu sem kom á sjónarsviðið fyrir einhverjum áratugum nema þessi er miklu tryllingslegri og inniheldur syndsamlega mikið af sælgæti sem erfitt er að hætta að borða. Andrea Gunnarsdóttir köku- og matarbloggari sem heldur úti sinni eigin síðu gerði þessa bombu og segist oft hafa gert álíka bombur en þessi hafi slegið öll met. Þetta marensbotn með súkkulaðimús, rjóma, bingókúlusósu, stökkum Rice Keispies bitum og jarðarberjum.

Lag að bjóða upp á í sumarfríinu

Það þarf að gefa sér smá tíma til að útbúa þessa sælgætisdýrð og Andrea mælir með því að byrja á marensbotninum og græja síðan súkkulaðimúsin og Rice Krispies bitana á meðan botninn bakast í ofninum. Síðan er best að kæla botninn og þegar hann er orðinn kaldur er lag að gera bingókúlusósuna og láta hana kólna aðeins á meðan rjóminn er þeyttur. Þessa verði þið að prófa og það gæti verið lag að bjóða upp á þessa í sumarfríinu og gera allt vitlaust.

Girnileg að horfa á.
Girnileg að horfa á. Ljósmynd/Andrea Gunnarsdóttir

Marensterta með súkkulaðimús, Rice Krispies bitum og bingókúlusósu

Marensbotn

  • 4 eggjahvítur
  • 2 dl sykur
  • 1 dl púðursykur
  • 5 dl Rice Krispies

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 150°C.
  2. Stífþeytið eggjahvítur, sykur og púðursykur saman.
  3. Hrærið Rice Krispies varlega saman við með sleikju.
  4. Klæðið ofnplötu með bökunarpappír og mótið 25-30 cm hring með deiginu á plötunni.
  5. Bakið í minnst klukkustund, jafnvel í tvær klukkustundir, þegar baksturstíminn er liðinn er slökkt á ofninum, án þess að opna hann og botninn látinn kólna þar í að minnsta kosti eina klukkustund.
  6. Færið marensbotninn varlega yfir á disk þegar hann hefur kólnað.

Súkkulaðimús

  • 2 eggjarauður
  • 100 g suðusúkkulaði
  • 2,5 dl rjómi

Aðferð:

  1. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og látið þær kólna lítillega.
  2. Hrærið eggjarauðunum varlega saman við súkkulaðið.
  3. Léttþeytið rjómann og blandið honum svo varlega saman við súkkulaðiblönduna í nokkrum skömmtum.
  4. Látið súkkulaðimúsina stífna í ísskáp.

Rice Krispies bitar

  • 5 dl Rice Krispies
  • 50 g Rolo
  • 50 g suðusúkkulaði
  • 50 g smjör
  • 2 msk. síróp

Aðferð:

  1. Klæðið lítið smelluform með bökunarpappír og smyrjið hliðarnar, Andrea notar 18 cm smelluform.
  2. Setjið Rolo, suðusúkkulaði, smjör og síróp saman í pott og látið bráðna við vægan hita.
  3. Takið af hitanum og blandið Rice Krispies saman við.
  4. Setjið inn í ísskáp.
  5. Skerið í passlega bita þegar bitarnir hafa stífnað.

Bingókúlusósa

  • 100 g suðusúkkulaði
  • 1 pk. Bingókúlur
  • ½ dl rjómi

Aðferð:

  1. Setjið allt saman í pott og látið bráðna við vægan hita.
  2. Látið kólna aðeins áður en sósan er sett á marensinn.
  3. Fyrir skreytingu:
  4. 4 dl rjómi, þeyttur
  5. Jarðarber eftir smekk, skorin í tvennt

Samsetning

  1. Þegar þið eruð búin að kæla marensinn og setja hann á disk er helmingnum af bingókúlusósunni dreift yfir botninn.
  2. Næst er súkkulaðimúsinni dreift yfir bingókúlusósuna og þeytta rjómanum yfir súkkulaðimúsina.
  3. Raðið síðan Rice Krispies bitum og jarðarberjum yfir.
  4. Endið á því að dreifa restinni af bingókúlusósunni yfir Rice Krispies bitana og jarðarberin.
  5. Látið marensbombuna standa í ísskáp þar hún er borin fram.
mbl.is