Vísa kjaradeilu tollvarða til gerðardóms

Kjaraviðræður | 28. júní 2024

Vísa kjaradeilu tollvarða til gerðardóms

Kjaradeilu Tollvarðarfélagsins við samninganefnd ríkisins hefur verið vísað til gerðardóms. 

Vísa kjaradeilu tollvarða til gerðardóms

Kjaraviðræður | 28. júní 2024

Kjaradeilu tollvarða hefur verið vísað til Gerðardóms.
Kjaradeilu tollvarða hefur verið vísað til Gerðardóms. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kjaradeilu Tollvarðarfélagsins við samninganefnd ríkisins hefur verið vísað til gerðardóms. 

Kjaradeilu Tollvarðarfélagsins við samninganefnd ríkisins hefur verið vísað til gerðardóms. 

Þetta staðfestir Guðbjörn Guðbjörnsson, formaður Tollvarðafélagsins, í samtali við mbl.is og útskýrir að dómurinn verði skipaður í byrjun september. Guðbjörn kveðst eiga von á niðurstöðu í lok sama mánaðar. 

„Allt í lukkunnar velstandi“

Guðbjörn útskýrði í samtali við mbl.is í gær að samningsaðilar væri ósammála um túlkun á útreikningum Hag­fræðastofn­un­ar HÍ sem bendir til þess að tollverðir beri skarðan hlut frá borði þegar kemur að launaþróun.

Tollvarðafélagið leitaði álits stofn­un­ar­inn­ar eft­ir ára­mót á grund­velli ákvæðis í kjara­samn­ingi um að fé­lagið þyrfti að snúa sér til hlut­lausr­ar stofn­un­ar áður en kjara­deilu yrði vísað í gerðardóm.

Spurður hvort samningsaðilar hafi verið sammála um að vísa deilunni til gerðardóms svarar Guðbjörn því til að allir hafi verið sammála um að leysa málið með þessum hætti. 

„Allir sammála og allt í lukkunnar velstandi.“ 

mbl.is