Það er margt sem þarf að huga að þegar maður ákveður að stofna fyrirtæki með vini sínum. Þetta þekkja viðskiptakonurnar Liz Simpson og Sarah de Vere-Drummond sem stofnuðu saman Kip Hideaways sem er vinsælt ferðaþjónustufyrirtæki.
Það er margt sem þarf að huga að þegar maður ákveður að stofna fyrirtæki með vini sínum. Þetta þekkja viðskiptakonurnar Liz Simpson og Sarah de Vere-Drummond sem stofnuðu saman Kip Hideaways sem er vinsælt ferðaþjónustufyrirtæki.
Það er margt sem þarf að huga að þegar maður ákveður að stofna fyrirtæki með vini sínum. Þetta þekkja viðskiptakonurnar Liz Simpson og Sarah de Vere-Drummond sem stofnuðu saman Kip Hideaways sem er vinsælt ferðaþjónustufyrirtæki.
„Þetta er ekki eitthvað sem ég hefði viljað gera ein. Það er svo mikilvægt að geta deilt með einhverjum öllum litlu sigrunum eða því þegar illa gengur,“ segir Simpson í viðtali við Stylist Magazine.
„Þið munuð óhjákvæmilega rífast meira ef þið eruð með nákvæmlega sama bakgrunn og sömu styrkleikana. Ef þið hins vegar hafið eitthvað mjög ólíkt fram að færa þá fæst meira jafnvægi í vinnusambandið. Þá þýðir það líka að þið þurfið ekki að leita eins mikið til annarra eftir aðstoð því þið nú þegar hafið margt fram að færa sem gagnast ykkur.“
„Það getur verið lýjandi að koma fyrirtæki á laggirnar. Vinnustundirnar eru margar og gróðinn lítill. Þá er mikilvægt að vera að gera eitthvað sem maður brennur fyrir. Ég hefði t.d. ekki lagt mig alla við ef ég hefði bara verið að þessu fyrir peninginn.“
„Það er mikilvægt að leyfa ekki deilumálum að liggja á milli hluta. Það getur verið óþægilegt að útkljá ágreining þegar um vin er að ræða en þeim mun nauðsynlegra. Ef það er eitthvað sem þarf að ræða þá skal gera það strax. Annars mun það ekki bara bitna á vinnusambandinu heldur vináttunni líka.“
„Hlustaðu á það sem hinn hefur að segja og íhugaðu vandlega skilaboðin jafnvel þótt þau falli innan þinnar sérhæfingar. Það er gott að horfa á hlutina öðrum augum frá nýju sjónarhorni.“
„Við höfum alltaf verið á varðbergi gagnvart því að vaxa of hratt. Við viljum halda í okkar sérkenni og okkar kúnnahóp. Ef við verðum bara eins og hver önnur stór fyrirtæki á markaðnum þá missum við okkar sérstöðu.“
„Oft vinnum við heimanfrá en við leggjum þó áherslu á að vinna saman að minnsta kosti einu sinni í viku. Þannig náum við að ræða saman hluti og kasta hugmyndum á milli okkar.“