Hamas engu nær því að samþykkja vopnahlé

Ísrael/Palestína | 29. júní 2024

Hamas engu nær því að samþykkja vopnahlé

Háttsettur fulltrúi í Hamas samtökunum segir að samtökin og Ísrael nái ekki saman um vopnahléstillögu Bandaríkjanna.

Hamas engu nær því að samþykkja vopnahlé

Ísrael/Palestína | 29. júní 2024

Sjá má Osama Hamdan, aðalfulltrúa Hamas í Líbanon, lengst til …
Sjá má Osama Hamdan, aðalfulltrúa Hamas í Líbanon, lengst til vinstri. AFP/Fjölmiðlateymi Hisbollah

Háttsettur fulltrúi í Hamas samtökunum segir að samtökin og Ísrael nái ekki saman um vopnahléstillögu Bandaríkjanna.

Háttsettur fulltrúi í Hamas samtökunum segir að samtökin og Ísrael nái ekki saman um vopnahléstillögu Bandaríkjanna.

Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti tillöguna, sem hann segir Ísrael hafa lagt til, í síðasta mánuði og felur hún í sér 6 vikna vopnahlé, þar sem Ísraelsher myndi draga herlið sitt úr þéttbýlum svæðum, sem myndi svo leiða til varanlegs vopnahlés.

Þá myndu Ísrael fá til baka gísla sem hafa verið í haldi Hamas frá innrás þeirra í Ísrael 7. október. Gegn því myndu Ísraelsmenn afhenda Hamas Palestínumenn sem eru í ísraelskum fangelsum. 

Ekkert áunnist í samningaviðræðunum

Samkvæmt heimildarmönnum bandaríska fréttamiðilsins Axios þá breyttu Bandaríkjamenn nýverið orðalagi í tillögunni til þess að fá Hamas til þess að samþykkja hana.

Sú breyting virðist ekki hafa skilað árangri.

„Við getum orðað það þannig að það hefur hingað til ekkert áunnist í samningaviðræðunum til að stöðva árás Ísraela,“ sagði Osama Hamdan, aðalfulltrúi Hamas í Líbanon, á blaðamannafundi í Líbanon fyrr í dag.

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur sagt að stríðinu ljúki ekki fyrr en búið er að uppræta Hamas og þannig tryggja að þeir taki ekki aftur við stjórnartaumunum að stríði loknu.

Hamas hafa ekki viljað semja um vopnahlé nema með því skilyrði að Ísrael dragi allt sitt herlið til baka. 

mbl.is