Sjö létu lífið eftir árás Rússa

Úkraína | 29. júní 2024

Sjö létu lífið eftir árás Rússa

Rússar gerðu árás á Úkraínska bæinn Vilniansk í suðurhluta Úkraínu þar sem að minnsta kosti sjö manns, þar af tvö börn, létu lífið.

Sjö létu lífið eftir árás Rússa

Úkraína | 29. júní 2024

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, kallar eftir vopnasendingum.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, kallar eftir vopnasendingum. AFP/Yoan Valat

Rússar gerðu árás á Úkraínska bæinn Vilniansk í suðurhluta Úkraínu þar sem að minnsta kosti sjö manns, þar af tvö börn, létu lífið.

Rússar gerðu árás á Úkraínska bæinn Vilniansk í suðurhluta Úkraínu þar sem að minnsta kosti sjö manns, þar af tvö börn, létu lífið.

Árásin átti sér stað nokkrum klukkustundum eftir að Rússar tilkynntu drónaárás frá Úkraínu á rússneska bæinn Gorodishche, þar sem fimm manns, þar af tvö börn, eru sögð hafa látið lífið. 

Igor Klimenko, innanríkisráðherra Úkraínu, greindi frá því að átján manns, þar af fjögur börn, hefðu særst í árásinni á Vilniansk. 

Sérhver töf þýðir mannsfall

Volodomír Selenskí, forseti Úkraínu varaði við því að tala látinna í Vilniask gæti hækkað. Selenskí kallaði eftir því á samfélagsmiðlum að vestrænu bandamenn þeirra myndu flýta vopnasendingum og sagði að sérhver töf á ákvörðunum í þessu stríði þýðir mannsfall. 

Úkraínumenn hafa aukið árásir sínar í rússneskt landsvæði í ár, þar sem þeir beina ársásum sínum bæði að orkumannavirkjum, bæjum og þorpum nærri landamærunum. Á sama tíma hefur átök á vígvöllum í Úkraínu aukist. 

mbl.is