Unaðslegt „Key lime pie“ Bryndísar í netöryggissveitinni

Uppskriftir | 29. júní 2024

Unaðslegt „Key lime pie“ Bryndísar í netöryggissveitinni

Það er komið að helgarbakstrinum á Matarvefnum. Uppskriftin kemur úr smiðju hvorki meira né minna en Bryndísar Bjarnadóttur sem starfar hjá netöryggissveitinni CERT-IS sem er afar viðeigandi eftir glundroðann síðustu daga eftir að ráðist var á alla miðla Árvakurs. 

Unaðslegt „Key lime pie“ Bryndísar í netöryggissveitinni

Uppskriftir | 29. júní 2024

Bryndís Bjarnadóttir töfraði fram þetta dásamlega pie sem er fullkomið …
Bryndís Bjarnadóttir töfraði fram þetta dásamlega pie sem er fullkomið í eftirrétt eftir grillmáltíðina. Samsett mynd/mbl.is/Eggert

Það er komið að helgarbakstrinum á Matarvefnum. Uppskriftin kemur úr smiðju hvorki meira né minna en Bryndísar Bjarnadóttur sem starfar hjá netöryggissveitinni CERT-IS sem er afar viðeigandi eftir glundroðann síðustu daga eftir að ráðist var á alla miðla Árvakurs. 

Það er komið að helgarbakstrinum á Matarvefnum. Uppskriftin kemur úr smiðju hvorki meira né minna en Bryndísar Bjarnadóttur sem starfar hjá netöryggissveitinni CERT-IS sem er afar viðeigandi eftir glundroðann síðustu daga eftir að ráðist var á alla miðla Árvakurs. 

Uppskriftin er að unaðslega góðri böku sem ber enska heitið „Key lime pie“ og er fullkominn sumareftirréttur. Bryndís er almennt mikill nautnaseggur en eftirréttir eru alltaf í sérstöku uppáhaldi hjá henni. „Ég byrja oftast að hugsa eftirréttinn áður en ég ákveð aðalréttinn fyrir matarboð,“ segir Bryndís og hlær.

Slökun við að baka

„Ég elska að baka og finn fyrir ákveðinni slökun við það þar sem ég verð að einbeita mér að bakstrinum og sérstaklega þegar maður er að prófa nýjar uppskriftir. Ég reyni að elda sem oftast heima og er þá grillmatur í miklu uppáhaldi hjá mér. Margir hafa gert grín að mér vegna þess hversu oft ég grilla en mér finnst það langauðveldast í eldhúsinu.“

Hvað finnst þér skemmtilegast að baka á sumrin?

„Á sumrin er það yfirleitt eitthvað sem er ferskt og þá með einhverjum ávöxtum en eftir að ég smakkaði þetta pie, eða böku, í fyrsta skiptið þegar ég bjó í Bandaríkjunum hefur það verið í uppáhaldi, líka því það er svo auðvelt að búa til.“

Bryndís deilir hér með lesendum Matarvefsins leyndardómnum bak við uppskriftina að sinni uppáhaldsböku, ameríska pie-inu Key lime pie, sem á eflaust eftir að gleðja marga matgæðinga í sumar. Einnig er vert að koma því að á framfæri að allra best er að gera pie-ið deginum áður en á að bjóða upp á það og leyfa því að vera yfir nótt inni í ísskáp.

Ómótstæðilega girnilegt Key lime pie.
Ómótstæðilega girnilegt Key lime pie. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Key lime pie

Botn

  • 12 hafrakex, Bryndís notar oftast Digestives-kexið
  • 2 msk. sykur
  • 115 g brætt smjör

Fylling

  • 2 eggjarauður
  • 1 dós af sweetened condensed milk (fæst í Hagkaup)
  • ½ bolli límónudjús (4-5 stk. límóna), Bryndís notar oftast safann úr ferskri límónu, en bjargar sér stundum með því að nota tilbúinn safa á flöskum
  • 1 msk. rifinn límónubörkur, af 2-3 límónum

Rjóminn

  • 1 peli af rjóma
  • 2 msk. flórsykur
  • rifinn límónubörkur sem skraut

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 170°C.
  2. Setjið kexið og sykurinn í matvinnsluvél þar til kexið er alveg mulið.
  3. Bætið við brædda smjörinu og blandið saman.
  4. Þjappið síðan vel ofan í pie-form (kringlótt) áður en þetta fer inn í ofn.
  5. Bakið í 10 mínútur eða svo.
  6. Þegar botninn er tekinn út er best að byrja á fyllingunni þar sem botninn þarf að fá að standa smá áður en maður setur fyllinguna í, um 10-15 mínútur.
  7. Fyllingin er ofureinföld.
  8. Blandið vel saman öllum innihaldsefnunum og setjið í botninn.
  9. Setjið síðan pie-ið aftur inn í ofninn í um það bil 15 mínútur.
  10. Það sést þegar kakan er tilbúin þegar fyllingin virðist aðeins hlaupkennd þegar þið hristið formið til.
  11. Leyfið pie-inu ávallt að standa í að minnsta kosti 30 mínútur áður en þið setjið það inn í ísskáp.
  12. Þeytið rjómann ásamt flórsykrinum áður en þið ætlið að bera pie-ið fram og smyrjið á fyllinguna.
  13. Skreytið með rifnum límónuberki af hjartans lyst.
mbl.is