Bennakakan fræga úr eldhúsinu hennar Brynju

Uppskriftir | 30. júní 2024

Bennakakan fræga úr eldhúsinu hennar Brynju

Brynja Dadda Sverrisdóttir ástríðubakarinn upp á fjalli í Kjós deilir nú með lesendum Matarvefsins ljúffengri Bennaköku sem er fræg í Móberginu. Hún er svo góð og einfalt að baka þessa  til að bjóða upp á með sunnudagskaffinu með fjölskyldu og góðum vinum.

Bennakakan fræga úr eldhúsinu hennar Brynju

Uppskriftir | 30. júní 2024

Bennakakan ljúfa í eldhúsinu í Móberginu.
Bennakakan ljúfa í eldhúsinu í Móberginu. Ljósmynd/Brynja Dadda Sverrisdóttir

Brynja Dadda Sverrisdóttir ástríðubakarinn upp á fjalli í Kjós deilir nú með lesendum Matarvefsins ljúffengri Bennaköku sem er fræg í Móberginu. Hún er svo góð og einfalt að baka þessa  til að bjóða upp á með sunnudagskaffinu með fjölskyldu og góðum vinum.

Brynja Dadda Sverrisdóttir ástríðubakarinn upp á fjalli í Kjós deilir nú með lesendum Matarvefsins ljúffengri Bennaköku sem er fræg í Móberginu. Hún er svo góð og einfalt að baka þessa  til að bjóða upp á með sunnudagskaffinu með fjölskyldu og góðum vinum.

„Þetta er hjónabandssæla en barnabörnunum fannst það nafn alveg ómögulegt og óskiljanlegt þrátt fyrir að amma þeirri reyndi að finna raunhæfa skýringu á nafngiftinni. Það varð úr að kakan var endurskírð hérna og heitir núna Bennakaka, þetta er jú uppáhalds kakan hans Benna okkar,“ segir Brynja og hlær.

Brynja deildi með lesendum uppskrift af sinni uppáhaldsrabarbarasultu á dögunum og hún passar vel í Bennakökuna ljúfu.

Þessi passar vel með sunnudagskaffinu.
Þessi passar vel með sunnudagskaffinu. Ljósmynd/Brynja Dadda Sverrisdóttir

Bennakakan fræga

  • 170 g haframjöl
  • 170 g hveiti
  • 150 g sykur
  • 1 tsk. matarsódi
  • 1 tsk. salt
  • 180 g brætt smjör
  • 1 egg
  • Rabarbarasulta, t.d. Móbergs rabarbarasultan sjá uppskrift hér

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°C hita á blæstri.
  2. Hér þarf ekkert að nota hrærivélina, bara allt hrært saman í höndum í rólegheitum.
  3. Takið til eldfast mót smyrjið létt.
  4. Takið síðan mest allt deigið þrýstið því niður í botninn, geymið örlítið til að dreifa yfir þegar búið er að setja gott lag af rabarbarasultunni.
  5. Setjið inn í ofn og bakið í um það bil 30 mínútur, vert að hafa í huga að ofnar eru misjafnir – 2-3 mínútur til eða frá.
  6. Berið fram með því sem matarhjartað girnist.
mbl.is