Framafólk keypti raðhús í Fossvogi

Heimili | 30. júní 2024

Framafólk keypti raðhús í Fossvogi

Við Logaland í Fossvogi er að finna afar huggulegt 209 fm raðhús sem reist var 1973. Húsið var auglýst til sölu um miðjan mars á þessu ári og var ásett verð 165.000.000 kr. 

Framafólk keypti raðhús í Fossvogi

Heimili | 30. júní 2024

Raðhúsið við Logaland var reist 1973 og hefur verið mikið …
Raðhúsið við Logaland var reist 1973 og hefur verið mikið endurnýjað. Samsett mynd

Við Logaland í Fossvogi er að finna afar huggulegt 209 fm raðhús sem reist var 1973. Húsið var auglýst til sölu um miðjan mars á þessu ári og var ásett verð 165.000.000 kr. 

Við Logaland í Fossvogi er að finna afar huggulegt 209 fm raðhús sem reist var 1973. Húsið var auglýst til sölu um miðjan mars á þessu ári og var ásett verð 165.000.000 kr. 

Húsið er á fjórum pöllum og var það endurnýjað mikið á árunum 2021-23. Hvítar sprautulakkaðar innréttingar prýða eldhúsið og ljósar borðplötur. Á endaveggnum í eldhúsinu eru grárar sexhyrndar flísar sem ná vegg í vegg. 

Glerhandrið var sett meðfram stiganum og stórar flísar á gólfin á miðjupallinum. 

Nú hefur þetta glæsilega pallahús verið selt á 162.250.000 kr. Nýir eigendur eru Lára Margrét Möller, vörumerkjastjóri hjá Icelandair, og Haukur Hinriksson, lögfræðingur og fótboltamaður. Þau keyptu húsið af Maríu Lapas og Vilhjálmi Þór Arnarssyni. 

Áður en Lára Margrét og Haukur festu kaup á raðhúsinu við Logaland settu þau raðhús sitt við Silfra­tjörn á sölu og var það til umfjöllunar á Smartlandi: 

mbl.is