Gullmoli á Grenivík

Heimili | 30. júní 2024

Gullmoli á Grenivík

Á Norðurlandi, nánar tiltekið við Melgötu 3 á Grenivík, er að finna spennandi einbýlishús sem reist var 1979. Húsið sjálft er 220 fm að stærð og hefur verið endurnýjað mikið. 

Gullmoli á Grenivík

Heimili | 30. júní 2024

Vandaðar sérsmíðaðar innréttingar prýða húsið.
Vandaðar sérsmíðaðar innréttingar prýða húsið. Samsett mynd

Á Norðurlandi, nánar tiltekið við Melgötu 3 á Grenivík, er að finna spennandi einbýlishús sem reist var 1979. Húsið sjálft er 220 fm að stærð og hefur verið endurnýjað mikið. 

Á Norðurlandi, nánar tiltekið við Melgötu 3 á Grenivík, er að finna spennandi einbýlishús sem reist var 1979. Húsið sjálft er 220 fm að stærð og hefur verið endurnýjað mikið. 

Húsið hefur að geyma bæsaðar eikarinnréttingar í súkkulaðibrúnum lit sem voru sérsmíðaðar hjá Trésmiðju Kristjáns Jónassonar. Borðplöturnar eru frá Granítsmiðjunni og fer steinninn upp á veggi. Undirlímdur vaskur er í eldhúsinu og er skápapláss ríkulegt. Í eldhúsinu er bekkur sem sérsmíðaður var hjá Zenus. 

Í stofunni er flísalagður skenkur með marmaraflísum sem setur mikinn svip á rýmið. Baðherbergi í húsinu hafa líka verið endurnýjuð og má þar finna fallegar flísar og sérsmíðaðar innréttingar, hringlaga spegil og blöndunartæki frá Lusso stone. 

Heimilið er nýmóðins og hlýlegt eins og sést á fasteignavef mbl.is. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Melgata 3

mbl.is