Lambakoftast með geggjuðu meðlæti

Uppskriftir | 30. júní 2024

Lambakoftast með geggjuðu meðlæti

Lambakoftas er skemmtilegur og bragðgóður réttur sem gaman er að bjóða upp á þegar halda á grillveislu eða frumlegt matarboð. Lambakoftast borið fram með flatbrauði, hummus og rauðskálshrásalati og er fljótlegur og skemmtilegur réttur. Þetta er uppskrift sem á pottþétt eftir að slá í gegn og er að finna á uppskriftavefnum Íslenskt lambakjöt. Hér er uppskrift að réttinum og rauðkálshrásalatinu og vert er að bera réttinn fram með ljúffengum hummus og flatbrauði, einnig má vera með pítubrauð.

Lambakoftast með geggjuðu meðlæti

Uppskriftir | 30. júní 2024

Þessi grillspjót eru syndsamlega góð með hummusi og rauðkálshrásalati.
Þessi grillspjót eru syndsamlega góð með hummusi og rauðkálshrásalati. Ljósmynd/Íslenskt lambakjöt

Lamba­koftas er skemmti­leg­ur og bragðgóður rétt­ur sem gam­an er að bjóða upp á þegar halda á grill­veislu eða frum­legt mat­ar­boð. Lamba­koft­ast borið fram með flat­brauði, humm­us og rauðskáls­hrásal­ati og er fljót­leg­ur og skemmti­leg­ur rétt­ur. Þetta er upp­skrift sem á pottþétt eft­ir að slá í gegn og er að finna á upp­skrifta­vefn­um Íslenskt lamba­kjöt. Hér er upp­skrift að rétt­in­um og rauðkáls­hrásal­at­inu og vert er að bera rétt­inn fram með ljúf­feng­um humm­us og flat­brauði, einnig má vera með pítu­brauð.

Lamba­koftas er skemmti­leg­ur og bragðgóður rétt­ur sem gam­an er að bjóða upp á þegar halda á grill­veislu eða frum­legt mat­ar­boð. Lamba­koft­ast borið fram með flat­brauði, humm­us og rauðskáls­hrásal­ati og er fljót­leg­ur og skemmti­leg­ur rétt­ur. Þetta er upp­skrift sem á pottþétt eft­ir að slá í gegn og er að finna á upp­skrifta­vefn­um Íslenskt lamba­kjöt. Hér er upp­skrift að rétt­in­um og rauðkáls­hrásal­at­inu og vert er að bera rétt­inn fram með ljúf­feng­um humm­us og flat­brauði, einnig má vera með pítu­brauð.

Lamba­koftas með rauðkáls­hrásal­ati borið fram með humm­us og flat­brauði

Lamba­koftas

  •  500 g lambahakk
  •  1 lít­ill lauk­ur, saxaður smátt
  •  2 msk. kórí­and­er, saxað smátt
  •  2 msk. stein­selja, söxuð smátt
  •  2 tsk. kumm­in
  •  1 tsk. paprika
  •  1 tsk. kanill
  •  ½ tsk. chili-duft
  •  ¼ tsk. sjáv­ar­salt
  •  8 löng grill­spjót, lögð í bleyti í 30 mín. ef notuð eru tré­spjót
  •  1 msk. ólífu­olía
  •  ½ sítr­óna, skor­in í báta
  •  ¼ hnefa­fylli myntu­lauf

Aðferð:

  1. Setjið lambahakk í stóra skál ásamt lauk, kórí­and­er, stein­selju, kumm­in, papriku, kanil, chili-dufti og salti.
  2. Blandið öllu vel sam­an, hér er best að nota hend­urn­ar. Skiptið hakk­inu yfir í átta jafna hluta, bleytið hend­urn­ar ör­lítið og mótið kúl­ur úr hakk­inu. Mótið kúl­urn­ar í u.þ.b. 10 cm lang­ar lengj­ur.
  3. Stingið grill­spjóti inn í miðjuna á hverri lengju, leggið á bakka og kælið í 1 klukku­stund. Hér er einnig hægt að kæla kjötið í allt að einn sól­ar­hring áður en það er eldað.
  4. Takið kjötið út 30 mín­út­ur áður en það er eldað.
  5. Hitið grill eða grillpönnu og hafið á háum hita.
  6. Penslið ólífu­olíu yfir kjötið og eldið í u.þ.b 8 mín­út­ur. Snúið kjöt­inu við á 2 mín­útna fresti
  7. Berið fram með flat­brauði eða pítu­brauði, humm­us, sítr­ónu­bát­um, myntu­lauf­um og rauðkáls­hrásal­ati.

Rauðkáls­hrásal­at

  •  150 g maj­ónes
  •  50 g jóg­úrt
  •  2 tsk. sítr­ónusafi
  •  1 tsk. sítr­ónu­börk­ur, rif­inn fínt
  •  1 hvít­lauks­geiri, saxaður smátt
  •  200 g rauðkál, kjarn­hreinsað og skorið mjög þunnt
  •  1 gul­rót, af­hýdd og rif­in niður
  •  1 msk. stein­selja

Aðferð:

  1. Setjið maj­ónes, jóg­úrt, sítr­ónusafa, sítr­ónu­börk og hvít­lauk í bland­ara og maukið þar til allt hef­ur sam­lag­ast vel.
  2. Setjið rauðkál, gul­rót og stein­selju í skál og blandið sam­an.
  3. Hrærið sós­unni sam­an við og kælið þar til fyr­ir notk­un.

 

 

mbl.is