Sneri blaðinu við eftir föðurmissi

Lífsstílsbreyting | 30. júní 2024

Sneri blaðinu við eftir föðurmissi

Frumkvöðullinn og listamaðurinn, Anton Ísak Óskarsson, hefur gríðarlegan áhuga á heilsu og öllu sem við kemur henni. Hann rekur fyrirtækið Matur er Meðalið, eða MEM, sem sérhæfir sig í að hjálpa fólki að taka fyrsta skrefið í að bæta lífsgæði sín með betri matarrútínu, matarplani- og venjum. Anton stofnaði fyrirtækið í kjölfar mikillar sjálfsvinnu sem hann fór í eftir að faðir hans tók sitt eigið líf fyrir rúmlega þremur árum. Síðan þá hefur hann deilt sinni reynslu á TikTok og hefur fengið yfir 400.000 áhorf. Þar hvetur hann fólk, og sérstaklega karlmenn, til að tala opinskátt um erfiðar tilfinningar við sína nánustu. Hann segir að karlmenn séu þrisvar sinnum líklegri til þess að fremja sjálfsvíg.

Sneri blaðinu við eftir föðurmissi

Lífsstílsbreyting | 30. júní 2024

Frumkvöðullinn og listamaðurinn Anton Ísak Óskarsson stofnaði Matur er Meðal …
Frumkvöðullinn og listamaðurinn Anton Ísak Óskarsson stofnaði Matur er Meðal í kjölfar mikillar sjálfsvinnu. Ljósmynd/Kári Sverrisson

Frumkvöðullinn og listamaðurinn, Anton Ísak Óskarsson, hefur gríðarlegan áhuga á heilsu og öllu sem við kemur henni. Hann rekur fyrirtækið Matur er Meðalið, eða MEM, sem sérhæfir sig í að hjálpa fólki að taka fyrsta skrefið í að bæta lífsgæði sín með betri matarrútínu, matarplani- og venjum. Anton stofnaði fyrirtækið í kjölfar mikillar sjálfsvinnu sem hann fór í eftir að faðir hans tók sitt eigið líf fyrir rúmlega þremur árum. Síðan þá hefur hann deilt sinni reynslu á TikTok og hefur fengið yfir 400.000 áhorf. Þar hvetur hann fólk, og sérstaklega karlmenn, til að tala opinskátt um erfiðar tilfinningar við sína nánustu. Hann segir að karlmenn séu þrisvar sinnum líklegri til þess að fremja sjálfsvíg.

Frumkvöðullinn og listamaðurinn, Anton Ísak Óskarsson, hefur gríðarlegan áhuga á heilsu og öllu sem við kemur henni. Hann rekur fyrirtækið Matur er Meðalið, eða MEM, sem sérhæfir sig í að hjálpa fólki að taka fyrsta skrefið í að bæta lífsgæði sín með betri matarrútínu, matarplani- og venjum. Anton stofnaði fyrirtækið í kjölfar mikillar sjálfsvinnu sem hann fór í eftir að faðir hans tók sitt eigið líf fyrir rúmlega þremur árum. Síðan þá hefur hann deilt sinni reynslu á TikTok og hefur fengið yfir 400.000 áhorf. Þar hvetur hann fólk, og sérstaklega karlmenn, til að tala opinskátt um erfiðar tilfinningar við sína nánustu. Hann segir að karlmenn séu þrisvar sinnum líklegri til þess að fremja sjálfsvíg.

Hvenær hófst áhugi þinn á heilsu og af hverju?

„Hann kviknaði fyrst eftir að ég missi pabba. Þá fór ég í gegnum mjög erfitt tímabil sem mun móta mig að eilífu. Það var kveikjan mín á ástríðunni fyrir heilsu og gerði mig meðvitaðri um mikilvægi hennar.“

Hvernig tilfinningar/upplifanir fylgdu þessu áfalli?

„Bókstaflega allur skalinn, það fór eftir dögum. Stundum var ég reiður, stundum sár, stundum sorgmæddur, stundum tómur. Með svona áföllum fylgir oft rússíbani af tilfinningum sem maður veit ekkert hvernig maður á að takast á við.“

Leitaðir þú þér aðstoðar einhvers staðar í kjölfarið?

„Ég fór til sálfræðinga, en mesta aðstoðin sem ég fékk var að vinna sjálfsvinnuna sjálfur. Ég byrjaði líka að trúa meira og las til dæmis Biblíuna, fór með bænir, hugleiddi og vann í andlegu hliðinni minni. Ég styrkti sambandið mitt við Guð, kjarnann í sjálfum mér og hvað ég vildi standa fyrir.“

Hvenær og af hverju ferð þú í þessa miklu sjálfsvinnu og hvernig lýsir hún sér?

„Ég sá hvernig pabbi hafði lifað sínu lífi og það lét mig horfa inn á við og sjá hvernig ég var að lifa mínu lífi. Ég spurði sjálfan mig „vill ég lifa svona?“ Svarið var nei og ég tók skrefin í áttina í að breytast. Ég bara vissi að ég þurfti að breytast og heilsan er það mikilvægasta af öllu.“

Anton varð þakklátari fyrir heilsu sína eftir áfallið og langaði …
Anton varð þakklátari fyrir heilsu sína eftir áfallið og langaði að hjálpa öðrum og miðla sinni þekkingu og reynslu. Ljósmynd/Kári Sverrisson

Hvernig hefur ferlið verið og gengið?

„Það eru alltaf hæðir og lægðir í lífinu, en þær geta orðið sveiflukenndari og meiri þegar maður er að vinna úr áfalli. Ég hef bókstaflega upplifað botninn og toppinn líka. Núna lít ég á þetta sem kennslustund og er þakklátur fyrir það sem þetta kenndi mér. Þetta gerði mig að sterkari karakter og útgáfu af sjálfum mér.“

Hvaða breytingar gerðir þú á lífsstíl þínum í kjölfarið og af hverju þessar breytingar frekar en aðrar?

„Ég byrjaði að fara út að hlaupa mikið og í ræktina. Út frá því tók ég mataræðið í gegn og ég byrjaði að velja vel og vandlega það fólk sem ég var í kringum.“

Hvenær og af hverju byrjaðir þú á TikTok?

„Ég fann köllun í að deila minni reynslu. Ég fann á mér að ég ætti að nota þessa lífsreynslu til að hjálpa öðrum sem að þurftu á mínum vitnisburði að halda, ekki að geyma alla þessa þekkingu inn í mér.“

Með MEM hjálpa Anton fólki að komast í betra samband …
Með MEM hjálpa Anton fólki að komast í betra samband við mat, móta betri matarvenjur og lífsstíl. Ljósmynd/Kári Sverrisson

Hvernig hefur þú upplifað það að opna þig og deila eigin reynslu á opnum miðli? Hafa því fylgt einhverjar áskoranir til dæmis?

„Já, það var klárlega út fyrir þægindaramman minn að tala af einlægni fyrir framan símann. En samt gerði ég það, ég var ekki búinn að plana neitt, þetta bara gerðist. Ég fékk fullt af góðum skilaboðum um að ég væri að hjálpa, en síðan komu fullt af allskonar neikvæðni og ljótum skilaboðum líka.“

Hvernig hafa viðtökurnar verið?

„Í byrjun voru þær ekki góðar. Ég upplifði rosalega mikið af fólki sem var að setja út á það sem ég var að gera. En ég einbeiti mér bara að fólkinu sem ég get hjálpað og hef fengið fullt af skilaboðum frá krökkum og fólki sem tengja við það sem ég hef verið að tala um, og segja myndböndin hafa hjálpað sér. Það er það eina sem skiptir máli.“

Hversu mikilvægt þykir þér að opna á þessa umræðu, sérstaklega fyrir karlmenn?

„Mjög mikilvægt, við verðum að ræða hlutina eins og þeir eru. Menn eru þrisvar sinnum líklegri til að fremja sjálfsvíg. Það á alls ekki að vera feimnismál að tala um og við eigum heldur ekki að sætta okkur við að þetta sé eðlileg staða til að vera í nútíma samfélagi. Það vill enginn hafa þetta svona og við erum öll partur af breytingunni.“

Anton ssegir það mikilvægt að fólk geti talað um erfiðar …
Anton ssegir það mikilvægt að fólk geti talað um erfiðar tilfinningar og verið það sjálft. Ljósmynd/Kári Sverrisson

Hvað getur þú sagt mér um fyrirtækið sem þú varst að stofna? Hvert er markmiðið þitt með því?

„Markmiðið með Matur er Meðalið er að gefa fólki fyrsta skrefið í að betrumbæta líf sitt. Með þessu fyrirtæki er ég að aðstoða fólk með að koma inn betri matarrútínu, matarplani og venjum sem geta bætt lífið þeirra á öllum sviðum. Matur hefur bein áhrif á hvernig okkur líður andlega og líkamlega, sem gerir það að góðum stað til að byrja. Síðan ég breytti mínu mataræði, er ég glæný manneskja.“

Framtíðin er björt hjá Antoni.
Framtíðin er björt hjá Antoni. Ljósmynd/Aðsend

Eitthvað sem þú vilt bæta við?

„Að elska sjálfan sig með öllum sínum göllum og kostum. Að koma fram í kærleika og gera heiminn að betri stað. Vertu þú sjálfur, allir aðrir eru uppteknir. Við erum öll sköpuð einstök með mismunandi hæfileika. Það er á okkar valdi að uppgötva þá hæfileika.“

Fyr­ir þau sem misst hafa ást­vin í sjálfs­vígi bend­ir land­læknisembættið á stuðning í sorg hjá Sorg-armiðstöðinni í síma 551-4141 og hjá Píeta-sam­tök­un­um í síma 552-2218.

mbl.is