Sveppaborgarar með rauðlaukssultu

Uppskriftir | 30. júní 2024

Sveppaborgarar með rauðlaukssultu

Hér er á ferðinni uppskrift að sveppaborgurum með laukssultu sem kemur úr smiðju Elínar Kristínu Guðmundsdóttur sem þekkt er undir nafninu Ella Stína. Þetta eru borgarar sem sveppaaðdáendur eiga eftir að elska og rauðlaukssultan smellpassar með borgurunum. Ef sólin skín þá geta þessir ekki klikkað á grillinu.

Sveppaborgarar með rauðlaukssultu

Uppskriftir | 30. júní 2024

Girnilegur sveppaborgari með rauðlaukssultu.
Girnilegur sveppaborgari með rauðlaukssultu. Ljósmynd/Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir

Hér er á ferðinni uppskrift að sveppaborgurum með laukssultu sem kemur úr smiðju Elínar Kristínu Guðmundsdóttur sem þekkt er undir nafninu Ella Stína. Þetta eru borgarar sem sveppaaðdáendur eiga eftir að elska og rauðlaukssultan smellpassar með borgurunum. Ef sólin skín þá geta þessir ekki klikkað á grillinu.

Hér er á ferðinni uppskrift að sveppaborgurum með laukssultu sem kemur úr smiðju Elínar Kristínu Guðmundsdóttur sem þekkt er undir nafninu Ella Stína. Þetta eru borgarar sem sveppaaðdáendur eiga eftir að elska og rauðlaukssultan smellpassar með borgurunum. Ef sólin skín þá geta þessir ekki klikkað á grillinu.

Portobellosveppir eru algjört sælgæti og passa afar vel með öllum …
Portobellosveppir eru algjört sælgæti og passa afar vel með öllum hamborgurum. Ljósmynd/Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir

Sveppaborgarar með rauðlaukssultu

 Fyrir 4

  • 1 pk. sveppa- og svartbaunabuff Ellu Stínu
  • 4 gróf hamborgarabrauð
  • Tómatsósa
  • Vegan ostsneiðar
  • Klettasalat
  • 2 portobellosveppir
  • 1-2 msk. tamarisósa
  • Sultaður rauðlaukur (uppskrift að neðan)

Aðferð og samsetning:

  1. Skerið portobellosveppina í þunnar sneiðar og steikið á pönnu upp úr olíu.
  2. Hellið tamarisósu yfir ásamt salti og pipar og steikið þar til sveppirnir hafa mýkst.
  3. Grillið eða steikið sveppa- og svartbaunabuffin og kryddið með salti og pipar eftir smekk.
  4. Setjið ostinn ofan á og haldið lokinu á pönnunni/grillinu svo osturinn bráðni betur.
  5. Grillið eða hitið hamborgarabrauðin svo þau haldist mjúk að innan.
  6. Setjið nú hamborgarana saman með tómatsósu, klettasalati, portobellosveppum, sveppa-svartbaunabuffi og lauksultu.
  7. Berið fram og njótið.

Sultaður rauðlaukur

  • 2 rauðlaukar
  • 1 msk. avókadóolía
  • ½ dl balsamik edik
  • 1-2 hvítlauksrif
  • ½  dl. hlynsýróp
  • 1 tsk. salt
  • Nýmalaður svartur pipar

Aðferð:

  1. Skerið rauðlaukinn í þunnar sneiðar.
  2. Setjið laukinn í pott ásamt því sem eftir er af hráefnunum og hitið að suðu og hrærið í á meðan. Látið malla við lágan hita í um hálftíma eða þar til rauðlaukurinn er mjúkur og líkist sultu.
mbl.is