„Gamla whitespirit-blandan var alveg eins“

Blæðingar í slitlagi | 1. júlí 2024

„Gamla whitespirit-blandan var alveg eins“

Bikblæðingar á vegum landsins eru ekkert nýjar af nálinni. Almennur misskilningur er að ný tegund af vegklæðningu sé orsök bikblæðinga á landinu, að sögn verkfræðings, sem kennir snörpum veðurfarsbreytingum og miklum þungaflutningum um ástandið á vegunum.

„Gamla whitespirit-blandan var alveg eins“

Blæðingar í slitlagi | 1. júlí 2024

„Þetta hefur alltaf verið svona,“ segir verkfræðingur um bikblæðingar á …
„Þetta hefur alltaf verið svona,“ segir verkfræðingur um bikblæðingar á vegum landsins. Samsett mynd

Bikblæðingar á vegum landsins eru ekkert nýjar af nálinni. Almennur misskilningur er að ný tegund af vegklæðningu sé orsök bikblæðinga á landinu, að sögn verkfræðings, sem kennir snörpum veðurfarsbreytingum og miklum þungaflutningum um ástandið á vegunum.

Bikblæðingar á vegum landsins eru ekkert nýjar af nálinni. Almennur misskilningur er að ný tegund af vegklæðningu sé orsök bikblæðinga á landinu, að sögn verkfræðings, sem kennir snörpum veðurfarsbreytingum og miklum þungaflutningum um ástandið á vegunum.

„Þetta hefur alltaf verið svona. Gamla whitespirit-blandan var alveg eins. Hún átti það líka til að blæða,“ segir Björk Úlfarsdóttir, deildarstjóri umhverfis, gæða og nýsköpunar hjá malbikunarstöðinni Colas, í samtali við mbl.is.

Vart hefur orðið við bikblæðingar víða á Austurlandi og Vestfjörðum undanfarnar vikur. Þá varaði Vegagerðin í gær við bikblæðingu vegna hlý­inda, þar sem blæðinga varð vart á Fagradal.

Vegagerðin varaði við bikblæðingu á Fagradal í gær Vegurinn var …
Vegagerðin varaði við bikblæðingu á Fagradal í gær Vegurinn var sandaður fyrir vikið. Ljósmynd/Aðsend

Snarpar veðurfarsbreytingar

„Það sem Íslendingar gera sér kannski ekki grein fyrir er að veghitinn getur orðið rosalega mikill,“ segir Björk. Jafnvel þó að hitastig mælist í um 18-20 gráðum í lofti geti veghitinn orðið yfir 40 stig.

„Þegar það eru svona rosalegar sviptingar í veðri þá eru sérstaklega miklar hættur á blæðingum í klæðningum.“

Þegar snarpar breytingar verða á hitastigi sé því enn meiri hætta á bikblæðingum, einkum þegar enn getur verið frost í jarðveginum.

Aðspurð svarar hún játandi að vegablæðingarnar væru einnig að myndast í vegi þó eldra klæðningarefni væri notað. Margir hafa haldið því fram að notkun repjuolíu sé orsök bikblæðinga.

Vegur blæddi á Vestfjörðum í síðustu viku.
Vegur blæddi á Vestfjörðum í síðustu viku. Ljósmynd/Aðsend

„Klæðningarvegirnir eru ekkert hannaðir fyrir þetta“

Þá segir Björk að vegirnir séu ekki endilega gerðir fyrir þá umferð sem á þeim er, einkum með tilliti til þungaflutninga.

„Vandamálið er að við erum með svo rosalega mikla þungaflutninga og mikla umferð á vegum sem ættu í rauninni að vera malbikaðir. Það er mikill umferðarþungi á klæðningarvegum. Klæðningin er ekkert endilega hönnuð fyrir svona mikinn umferðarþunga,“ segir hún og bætir við:

„Eins og á Vestfjörðum, það er orðinn rosalega mikill þungaflutningur út af fiski. Klæðningarvegirnir eru ekkert hannaðir fyrir þetta. Það þyrfti klárlega að malbika meira, en þá er það bara spurning um peninga.“

mbl.is