Hafdís og Jón hjón í sjö ár

Brúðkaup | 1. júlí 2024

Hafdís og Jón hjón í sjö ár

Hjónin Hafdís Björk Jónsdóttir tannlæknir og Jón Jónsson tónlistarmaður fagna í dag sjö ára brúðkaupsafmæli eða ullarbrúðkaupi. Parið er búið að vera óaðskilj­an­legt síðan á ung­lings­aldri og eiga sam­an fjögur börn.

Hafdís og Jón hjón í sjö ár

Brúðkaup | 1. júlí 2024

Hafdís og Jón í dag og fyrir sjö árum.
Hafdís og Jón í dag og fyrir sjö árum. Samsett mynd

Hjónin Hafdís Björk Jónsdóttir tannlæknir og Jón Jónsson tónlistarmaður fagna í dag sjö ára brúðkaupsafmæli eða ullarbrúðkaupi. Parið er búið að vera óaðskilj­an­legt síðan á ung­lings­aldri og eiga sam­an fjögur börn.

Hjónin Hafdís Björk Jónsdóttir tannlæknir og Jón Jónsson tónlistarmaður fagna í dag sjö ára brúðkaupsafmæli eða ullarbrúðkaupi. Parið er búið að vera óaðskilj­an­legt síðan á ung­lings­aldri og eiga sam­an fjögur börn.

„Gift í 7 ár...,“ skrifar Jón á Instagram og birti mynd af þeim Hafdísi úr hjólaferð í Króatíu á dögunum. Hjónin virka alltaf jafn ástfangin. 

1. júlí 2017 var góður dagur

Ljósmyndari Smartlands var á staðnum þegar Hafdís og Jón gengu í hjónaband í Dómkirkjunni þann 1. júlí 2017 eins og sjá má í meðfylgjandi grein. Má þar sjá fræga gesti í brúðkaupi þeirra. Einnig má sjá þau aka frá kirkju á sætri bjöllu. 

Ljósmyndari Smartlands tók þessa fallegu mynd þegar Jón Jónson og …
Ljósmyndari Smartlands tók þessa fallegu mynd þegar Jón Jónson og Hafdís Björk Jónsdóttir gengu í það heilaga fyrir sjö árum. mbl.is/Stella Andrea

Standa í flutningum

Hafdís og Jón halda áfram að lifa lífinu en nýlega seldu þau húsið sitt á Seltjarnarnesi og keyptu annað hús við Hamarsgötu í sama bæjarfélagi.  

mbl.is