Hvalurinn er ekki að éta neitt megrunarkex

Hvalveiðar | 1. júlí 2024

Hvalurinn er ekki að éta neitt megrunarkex

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir mikilvægt að nýta þá auðlind sem hvalastofnar á Íslandsmiðum séu. Í raun sé fjarstæðukennt að nýta ekki stofna sem teljist þeir sterkustu af nytjastofnunum kringum landið.

Hvalurinn er ekki að éta neitt megrunarkex

Hvalveiðar | 1. júlí 2024

Forstjóri Hvals hf. segir hvalastofninn hér við land sterkan.
Forstjóri Hvals hf. segir hvalastofninn hér við land sterkan. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir mikilvægt að nýta þá auðlind sem hvalastofnar á Íslandsmiðum séu. Í raun sé fjarstæðukennt að nýta ekki stofna sem teljist þeir sterkustu af nytjastofnunum kringum landið.

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir mikilvægt að nýta þá auðlind sem hvalastofnar á Íslandsmiðum séu. Í raun sé fjarstæðukennt að nýta ekki stofna sem teljist þeir sterkustu af nytjastofnunum kringum landið.

Það eigi meðal annars við um lang- reyðina sem telji um 40 þúsund dýr. Segir hann hrefnustofninn svipaðan að stærð og að hnúfubakar séu um 15 til 20 þúsund í kringum landið. Langt sé síðan sandreyður var talin í kringum landið en sá stofn virðist vera mjög stór.

Hann segir þetta til marks um að stofnarnir séu mjög sterkir. „Ja, það er talið að sumir þeirra verði ekkert stærri. Þetta sé komið í „optim- um“ stærð og síðan drepist þeir bara náttúrulegum dauðdaga. Þeim fjölgar auðvitað ekki endalaust. Þetta eru líka stofnar sem fara ekki annað. Þeir fara suður í höf á veturna en koma hingað á sumrin í fæðuleit,“ segir Kristján en hann er nýjasti gestur Dagmála.

Hann bendir á að þeir kvótar sem gefnir hafa verið út á langreyði og hrefnu sé agnarsmáir í heildarsam- henginu og ógni í engu tilliti stofn- unum. Hins vegar þurfi að leitast við að halda jafnvægi í hafinu milli ólíkra nytjastofna.

„Langreyðurin étur 95% rauðátu sem aftur loðnan étur og það er þessi kóngulóarvefur í hafinu, hver étur hvern, þetta hefur áhrif hvert á annað, þannig að það er engin spurning að ef þú ætlar að láta þetta eiga sig alveg, í ár voru til dæmis engar loðnuveiðar, hvernig verður þetta á næsta ári, ætli þetta verði ekki eins? Halda menn að þetta sé bara bara? Hnúfubakurinn tekur sitt. Þeir eru núna í þessum loðnuleitartúrum og þá eru hnúfu- bakar og hrefnur innan um þetta allt saman. Og þessir hvalir eru þarna til að éta, þeir eru ekkert þarna að gamni sínu.“

Og hann bendir á að tugþúsundir risavaxinna hvala þurfi mikið til að fá nægju sína.

„Hvalurinn er ekkert í megrun. Þeir borða ekki megrunarkex, því er ég alveg klár á, og þeim fjölgar. Þeim fjölgar auðvitað ekki endalaust en þeim fjölgar og þeim hefur fjölgað undanfarna áratugi og þetta er auðlind sem hægt er að nýta á skynsamlegan hátt,“ segir Kristján. Hann blæs á fullyrðingar náttúru- verndarsinna sem halda því fram að hvali eigi ekki að veiða vegna þess að þeir séu gáfaðar skepnur.

Nánar í Morgunblaðinu í dag og einnig í Dagmálum.

mbl.is