Litríkt  og matarmikið kjúklingasalat með stökkum grillosti

Uppskriftir | 1. júlí 2024

Litríkt  og matarmikið kjúklingasalat með stökkum grillosti

Á sumrin eru litrík og matarmikil salöt kærkomin og njóta mikilla vinsælda hjá mörgum fjölskyldum. Valgerður Gréta Gröndal matarbloggari, alla jafna kölluð Vall, er ein af þeim sem elskar að útbúa salöt á sumrin. Hún prófaði á dögunum að gera salat með kjúkling og grillosti sem hún raspaði niður og steikti á pönnu með stórkostlegri útkomu. Uppskriftina gerði hún fyrir uppskriftavefinn Gott í matinn.

Litríkt  og matarmikið kjúklingasalat með stökkum grillosti

Uppskriftir | 1. júlí 2024

Litríkt og matarmikið kjúklingasalat með stökkum grillosti.
Litríkt og matarmikið kjúklingasalat með stökkum grillosti. Ljósmynd/Valla Gröndal

Á sumrin eru litrík og matarmikil salöt kærkomin og njóta mikilla vinsælda hjá mörgum fjölskyldum. Valgerður Gréta Gröndal matarbloggari, alla jafna kölluð Vall, er ein af þeim sem elskar að útbúa salöt á sumrin. Hún prófaði á dögunum að gera salat með kjúkling og grillosti sem hún raspaði niður og steikti á pönnu með stórkostlegri útkomu. Uppskriftina gerði hún fyrir uppskriftavefinn Gott í matinn.

Á sumrin eru litrík og matarmikil salöt kærkomin og njóta mikilla vinsælda hjá mörgum fjölskyldum. Valgerður Gréta Gröndal matarbloggari, alla jafna kölluð Vall, er ein af þeim sem elskar að útbúa salöt á sumrin. Hún prófaði á dögunum að gera salat með kjúkling og grillosti sem hún raspaði niður og steikti á pönnu með stórkostlegri útkomu. Uppskriftina gerði hún fyrir uppskriftavefinn Gott í matinn.

„Osturinn bráðnar ekki eins og flestir aðrir heldur verður stökkur. Ég gerði því alveg dásamlega bragðgott grískt kjúklingasalat og toppaði það með ostinum,“ segir Valla og mun gera þetta salat aftur í bráð.

Kjúklingasalat með stökkum grillosti

Grillaður grískur kjúklingur 

  • 3 stk. kjúklingabringur
  • 60 ml ólífuolía
  • 1 msk. rauðvínsedik
  • 4 stk. hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
  • Safi úr einni sítrónu
  • 1 msk. hunang
  • 1 msk. óreganó
  • 1 tsk. sjávarsalt
  • ½ tsk. nýmalaður svartur pipar
  • 1 tsk. þurrkuð mynta

Salatið

  • 1 stk. grillostur
  • Ferskt salat eftir smekk
  • Klettasalat
  • Kokteiltómatar, magn eftir smekk
  • ½ stk. agúrka, skorin í bita
  • ½ stk. rauðlaukur, þunnt sneiddur
  • ½ stk. avókadó í bitum
  • Svartar ólífur, magn eftir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að rífa ostinn á grófa hlutanum á rifjárni.
  2. Hitið viðloðunarfría pönnu og setjið ostinn út á en ekki byrja strax að hreyfa hann til með spaða. Hann bráðnar aðeins en ekki eins og annar ostur.
  3. Byrjið að snúa ostinum við þegar hann fer að brúnast og þá er í lagi að hreyfa hann til og snúa eftir smekk.
  4. Notið spaðann til þess að skera í sundur stærri bita.
  5. Steikið ostinn þar til hann er orðinn gullinbrúnn og stökkur. Setjið til hliðar.
  6. Skerið grænmetið og blandið salatinu í skál.
  7. Setjið kjúklinginn yfir og toppið með grillostinum.
  8. Berið fram og njótið.
mbl.is