Brúðarkjóll fyrirsætu laus við kynþokka

Brúðkaup | 2. júlí 2024

Brúðarkjóll fyrirsætu laus við kynþokka

Olivia Culpo, fyrirsæta og fyrrverandi ungfrú alheimur, giftist Christian McCaffrey í fallegri athöfn á Rhode Island á dögunum. Í viðtali við Vogue gefur hún innsýn í brúðkaupsundirbúninginn.

Brúðarkjóll fyrirsætu laus við kynþokka

Brúðkaup | 2. júlí 2024

Olivia Culpo er fyrirsæta og fyrrum ungfrú alheimur.
Olivia Culpo er fyrirsæta og fyrrum ungfrú alheimur. AFP

Olivia Culpo, fyrirsæta og fyrrverandi ungfrú alheimur, giftist Christian McCaffrey í fallegri athöfn á Rhode Island á dögunum. Í viðtali við Vogue gefur hún innsýn í brúðkaupsundirbúninginn.

Olivia Culpo, fyrirsæta og fyrrverandi ungfrú alheimur, giftist Christian McCaffrey í fallegri athöfn á Rhode Island á dögunum. Í viðtali við Vogue gefur hún innsýn í brúðkaupsundirbúninginn.

„Hjónabandið er upphafið á einhverju sem á að vara alla ævi. Þetta er sameining tveggja einstaklinga sem tengjast órjúfanlegum böndum,“ segir Culpo sem hafði þessar áherslur í huga þegar kom að því að hanna brúðarkjólinn sem þykir afar hefðbundinn.

„Ég vildi eitthvað sem undirstrikaði alvarleika heitanna.“

Culpo valdi hátískuhúsið Dolce&Gabbana til þess að hanna kjólinn og tók ferlið marga mánuði. Kjóllinn er með miklu pilsi, síðum ermum og nær upp í háls.

„Kjóllinn mátti ekki vera kynþokkafullur á einn einasta hátt. Kjóllinn átti að fara mér vel en ekki yfirgnæfa mig. Hann átti að vera fallegur í einfaldleika sínum.“ Þegar Culpo reyndi að finna innblástur á netinu eftir slíkum kjól, þá fann hún hann ekki. 

„Þá varð ég enn spenntari fyrir hugmyndinni að kjólnum.“

Þá segist Culpo hafa lagt áherslu á látlausa förðun og sleppti til dæmis að nota maskara.

„Mér varð hugsað til Christians og hvað hann elskar. Honum finnst ég fallegust þegar ég er klassísk, hulin og fáguð.“

Kjóll Culpo átti að vera afar hefðbundinn og stílhreinn. Laus …
Kjóll Culpo átti að vera afar hefðbundinn og stílhreinn. Laus við allan kynþokka og ekki mátti sjást í hold. Skjáskot/Instagram
Dolce&Gabbana hannaði kjólinn.
Dolce&Gabbana hannaði kjólinn. Skjáskot/Instagram
Kjóllinn var með mikinn slóða.
Kjóllinn var með mikinn slóða. Skjáskot/Instagram
mbl.is